Posted on

Þakkir fyrir aðalfund

Þakkir kæru félagar fyrir aðalfund félagsins í gærkvöldi. Það var létt yfir þeim er mættu og salurinn nánast fullur.

Til lukku og velkomin nýkjörnu félagar í stjórn, frænefnd og önnur störf.

Við þökkum Dillý og Pálma fyrir dásamlegan fyrirlestur og fallega sögu um blómaengið við heimili þeirra. Spennan magnaðist er tölvukerfið í Garðyrkjufélaginu sveik okkur og biðjumst við velvirðingar á þeim töfum sem urðu. Salurinn andvarpaði er myndirnar birtust loks af dásamlega blómaskreyttu engi í öllum regnbogans litum. Þau hjón eiga heiður skilinn að takast að framkalla þessa dýrð og deila þessu með okkur. 🌼🌺🌸

Posted on

Kartöfluútsæðið

Félagar í Garðyrkjufélaginu fengu tölvupóst s.l. sunnudag (16. apríl) með boði um að panta kartöfluútsæði. Fimm tegundir voru í boði en ekki mikið magn af öllum. Ekki stendur á viðbrögðum og er nú svo komið að einungis tvær tegundir eru enn eftir: Kónga-bláar og Helga. Látið ekki hjá líða að ná ykkur í úrvals kartöfluútsæði af því sem eftir er. Vakin er athygli á þvi að hægt er að panta fræ í leiðinni til að nýta ferðina 😉
<Vefverslun GÍ>

Uppfærsla 25. apríl 2023: Kartöfluútsæði er nú uppselt. Búast má við að það verði afgreitt strax eftir mánaðarmót en það verður tilkynnt til þeirra sem pöntuðu.

Posted on

Aðalfundur GÍ 2023 – með vefslóð á fundinn

Kæru félagar í Garðyrkjufélagi Íslands.

Aðalfundur GÍ verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 19:30 í sal félagsins í Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).
Að loknum aðalfundi flytja Sigurlaug Halldórsdóttir (Dillý) og Pálmi Gestsson erindi um blómaengi.
Sjá meðfylgjandi aðalfundarboð með upplýsingum um dagskrá aðalfundar, framboð til stjórnar og tillögur stjórnar GÍ að lagabreytingum. <Aðalfundarboð>

Athugið, fundinum verður streymt fyrir félaga sem ekki komast á staðinn en vilja fylgjast með.
Áætlað er að erindið um blómaengið hefjist kl. 20:45 en ef aðalfundur dregst á langinn gæti því seinkað.
Þótt fundurinn gangi greiðlega verður erindinu þó ekki flýtt. Þeir sem einungis vilja fylgjast með blómaenginu geta tengst laust fyrir kl. 20:45. Slóðin er:

“Join Zoom Meeting”
https://us06web.zoom.us/j/89486665655?pwd=MzNJZnF3aVVVTVlJbkhZckpHVENLZz09
Meeting ID: 894 8666 5655
Passcode: 143571
Kærar kveðjur, 
Stjórn GÍ

Posted on

Fræðandi Bokashi fyrirlestur

Kærar þakkir Björk Brynjarsdóttir fyrir frábæran og fræðandi fyrirlestur um Bokashi í gær. Skemmtilegar umræður mynduðust í þeim góða hópi sem mætti á staðinn. Einnig var spurningum frá þeim er heima sátu svarað jafnóðum og þær bárust.
Ljóst er að þetta er viðfangsefni sem við þurfum að skoða betur því á þessu ári munu nýjar reglur um urðun matvæla hafa áhrif á hverju heimili. Skoðið heimasíðu Melta (áður Bokashifélagið) á Fésbók. Þar getið þið skipst á skoðunum og lært af hvort öðru. Mestu máli skiptir að byrja, prófa sig svo áfram og gera þetta saman.

Posted on

Moltugerð og bokashi – ræktun heimavið

Fimmtudaginn 23. mars kl. 20 í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Björk Brynjarsdóttir frá MELTA (áður Bokashifélagið) mun leiða okkur í gegnum það hvernig við vinnum úr því gulli sem lífrænn afskurður úr eldhúsinu og afklippur úr garðinum er.
Brýn þörf er á fræðslu varðandi þetta efni því nú fara reglugerðir að herðast er varða urðun á lífrænum úrgangi frá heimilum.
Því ekki að nýta þetta beint í eigin ræktun? Hvort sem það er að grafa í jörðu eða nýta sem mold.

Streymt verður frá viðburðinum, slóðin sem verður virk laust fyrir kl. 20:00 er:

https://us06web.zoom.us/j/81918651806?pwd=QXNGU3UzM3NhZTBEVDlBSU5UQ2hHdz09

Meeting ID: 819 1865 1806
Passcode: 671813

Posted on

Aðalfundur GÍ 2023

Kæru félagar 

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2023 verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl í húsi félagsins að Síðumúla 1 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 19:30.  
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og áhugavert fræðsluerindi um blómaengi.  
Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn félagsins skulu senda formanni félagsins upplýsingar um framboð sitt að minnsta kosti 16 dögum fyrir aðalfund á netfangið formadur@gardurinn.is.
Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til beinnar þátttöku í starfsemi félagsins.  
Nánar auglýst síðar. 

Bestu kveðjur
Stjórn GÍ 

Posted on

Nýtt fræ bætist við í fræbankann

Fræbankanum barst nýlega fræ frá Rósaklúbbi Garðyrkjufélgasins. Fræið er innflutt frá Kanada. Auk þess barst bankanum svolítið af grænmetisfræi. Þar á meðal eru tvær tegundir af baunum, rauðrófur, smátómatar og skrautgrasker. Til að auðvelda leit að rósafræi má slái inn í leitargluggann orðið nýpa. Fræbankinn þakkar Rósaklúbbnum og gefendum fyrir þeirra framlag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fræi það sem af er ári og hefur afgreiðslan gengið hratt og vel. Frænefndin vill ítreka að mismikið magn er í boði af hverri tegund og að hver og ein pöntun má ekki innihalda fleiri en 40 tegundir.

Jafnframt hefur komið í ljós að vegan tæknilegs galla í tölvukerfi fræbankans var ekki hægt að panta nokkrar tegundir af lista fræbankans. Frænefnd biðst velvirðingar á þessu. Birtast þessi númer með nýju frænúmerúnum sem bætast við.

Númer fræjanna sem um ræðir eru birt hér að neðan:

1024 – 1032 – 0885 – 0775 – 0730 – 0576 – 0374 – 0216 
1025 – 1033 – 0884 – 0774 – 0721 – 0570 – 0346 – 0200 
1026 – 1034 – 0874 – 0770 – 0717 – 0531 – 0337 – 0169 
1027 – 1035 – 0872 – 0776 – 0712 – 0500 – 0323 – 0113 
1028 – 1036 – 0857 – 0767 – 0710 – 0471 – 0294 – 0110 
1029 – 1037 – 0835 – 0764 – 0685 – 0466 – 0292 – 0107 
1030 – 0810 – 0755 – 0659 – 0424 – 0288 – 0045 
1031 – 0784 – 0750 – 0614 – 0420 – 0267 – 0032 
0779 – 0749 – 0602 – 0410 – 0221 – 0021 
0776 – 0731 – 0601 – 0405 – 0013 

Posted on

Vel heppnaður fræðslufundur

Þúsund þakkir fyrir komuna í gær kæru félagar🌼 Mætingin var með besta móti enda vorlegt í lofti☀️ Yfir 50 manns í salnum og 100 á netinu, sem reyndar sprengdi kerfið í augnablik🤣 Allt í góðu, kaffipásan og spjallið var dásamlegt🍀Stúlkurnar skiluðu sínu vel og ég lofaði að fylgja eftir því sem þurfti að leggja á minnið👍🏻 Vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessum fyrirlestri, sjáumst í næsta mánuði í enn meiri fróðleik☺️
Hjördís Rögn

🌼Sluis garden – síðan til að fletta upp hvernig þið sáið fræjunum sem voru í boði, setja númerið á pokanum í leit; https://www.sluisgarden.com/

🌼Jelitto – síðan til að finna út hvaða meðferð ýmis fræ þurfa, gott þegar þörf er á kulda/hitameðhöndlun en 15 er auðveldast🤣 Muna að skrá niður😉 https://www.jelitto.com/

Posted on

Frá fuglum til Afríku

Krossnefur_KFF

Einar Þorleifsson minnti okkur á, í erindi sínu í sal Garðyrkjufélagsins, að sumir farfuglar koma hingað til okkar alla leið frá Afríku. Það er því tilvalið að við færum okkur frá fuglunum og yfir til Afríku áður en sumarið kemur.

Þriðjudag 19.apríl, kemur Vilmundur Hansen í heimsókn og ætlar að segja okkur frá heimsókn sinni í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku.

Erindið fer fram í sal Garðyrkjufélags Íslands og verður því einnig streymt á netinu fyrir áhugasama. Notast verður við Zoom kerfið og rétt að taka fram að aðgangur félagsins leyfir einungis 100 gesti samtímis og erindið verður ekki endurtekið, né aðgengilegt eftir á. Það er því um að gera að mæta tímanlega hvort heldur sem er í salinn, eða á netinu.

Þess má til gamans geta að ný röð garðyrkjuþátta “Ræktum Garðinn” hefur göngu sína í sjónvarpi Símans sumardaginn fyrsta. Þar sjáum við einmitt Vilmund á skjánum, ásamt Hafsteini Hafliðasyni. Vilmundur hjálpar okkur garðyrkjufólkinu því bæði að kveðja veturinn og taka á móti sumrinu.

Sumardaginn fyrsta er líka opið hús í Garðyrkjuskólanum að Reykjum, svo við bæði kveðjum veturinn og heilsum sumrinu með glæsibrag!

Viðburðarlýsinguna fyrir Vilmund í Afríku má finna hér: https://www.facebook.com/events/524121149223411

Einar Þorleifsson fer yfir nokkrar af helstu tegundum trjáa og runna sem fuglalífið nýtur góðs af hérlendis.
Skógarþröstur
Posted on

Frænefndin kallar eftir framlögum í Fræbankann

Fræbanki Garðyrkjufélagsins gefur út frælista á hverju ári og hefu hann notið mikilla vinsælda meðal félagsmanna undanfarin ár og áratugi. Í góðu árferði má finna á frælistanum fræ af mörg hundruð tegundum og yrkjum.

Uppistaðan í Fræbankanum eru fræ sem berast frá félagsmönnum GÍ og öðrum velunnurum. Allar frægjafir til félagsins mjög vel þegnar enda þarf félagið töluvert af fræjum til að anna eftirspurn.

Allir geta orðið fræsafnarar og frægjafar en hafa þarf í huga að fræsafnarar þurfa vita deili á þeirri tegund sem safnað er.

  • Nauðsynlegt er að fræin séu hreinsuð og þurr og hverri tegund sé haldið út af fyrir sig. 
  • Gæta skal þess hver tegund fyrir sig sé vel merkt og að nafn gefanda og símanúmer komi ætíð fram.

Fræjunum má síðan skila á skrifstofu Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1, 108 Reykjavík, í t.d. bréfpoka eða umslagi. Á austurhlið hússins er bréfalúga sem setja má fræin inn um ef skrifstofan er lokuð. Einnig er hægt að póstleggja fræin.

Frænefndin vinnur úr fræsendingum, flokkar og pakkar og með hækkandi sól ár hvert er gefin út frælisti þar sem félagsmenn pantað sér fræ af hinum ýmsum tegundum.

Frænefndin hvetur félagsmenn GÍ og aðra velunnara að safna fræjum og leggja afraksturinn inn í Fræbankann.

Frælisti GÍ 2020 er aðgengilegur á heimasíðu félagsins – https://gardurinn.is/fraelistinn/