Posted on

Þakkir fyrir aðalfund

Þakkir kæru félagar fyrir aðalfund félagsins í gærkvöldi. Það var létt yfir þeim er mættu og salurinn nánast fullur.

Til lukku og velkomin nýkjörnu félagar í stjórn, frænefnd og önnur störf.

Við þökkum Dillý og Pálma fyrir dásamlegan fyrirlestur og fallega sögu um blómaengið við heimili þeirra. Spennan magnaðist er tölvukerfið í Garðyrkjufélaginu sveik okkur og biðjumst við velvirðingar á þeim töfum sem urðu. Salurinn andvarpaði er myndirnar birtust loks af dásamlega blómaskreyttu engi í öllum regnbogans litum. Þau hjón eiga heiður skilinn að takast að framkalla þessa dýrð og deila þessu með okkur. 🌼🌺🌸