Posted on

Vikan: Kartöflur, hvítlaukur og haustlaukar !

Nóg að gera í þessari viku ! 🙂

Fyrir þau ykkar sem hafið pantað hvítlauk og ekki enn sótt, þá verður hægt að sækja pantanir í Síðumúla 1 milli kl. 16 og 18, þriðjudaginn 18. október og miðvikudaginn 19. október.

Svo bendum við á að Rannveig Guðleifsdóttir verður með áhugaverðan Zoom fyrirlestur um huggulega og áhugaverða haustlauka á netfundi Garðyrkjufélags Íslands næstkomandi þriðjudag 18. október kl. 20. Ekki missa af þessu litríka og hressandi erindi.

Hér fylgir hlekkur á fundinn:

https://us06web.zoom.us/j/88320033517?pwd=aDBYd0dwbUJrc2FjNGlHaEZMdjNKZz09

Einnig bendum við á dag kartöflunnar í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 22. október kl. 11-13 nánar um viðburðinn:

Kartafla er ekki það sama og kartafla! Á Íslandi eru ræktaðar bleikar, dökkrauðar, skærgular, fjólubláar, svartar og jafnvel doppóttar kartöflur. Sumar eru ljúffengar á meðan aðrar slá ekki í gegn hvað bragðgæði varðar en allar eiga það sameiginlegt að vera ræktaðar upp af kartöflufræjum.

Á fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október, bjóða Grasagarðurinn, áhugafólk um kartöfluræktun og Garðyrkjufélag Íslands til áhugaverðrar fræðslu um frækartöflur.

Áhugasömum býðst að koma og kynna sér þessa ótrúlega spennandi nýjung í íslenskri matjurtaræktun á milli kl. 11 og 13 þennan dag í garðskála Grasagarðsins.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

Posted on

Jarðgerð og trjáheilsa

Sorbus aucuparia - Ilmreynir

Tvö sérlega áhugaverð erindi eru í boði fyrir félaga í Garðyrkjufélaginu (raunar allir velkomnir) á næstu dögum. Fyrstur er Ingólfur Guðnason með erindi um Jarðgerð í Heimilisgarðinum, nokkuð sem við erum vonandi sem flest að stunda, en veitir auðvitað ekki af að fá smá upprifjun og læra eitthvað nýtt. Erindið fer fram á netinu með aðstoð Zoom mánudaginn 25.apríl kl 20-21.

Nánar um viðburðinn á facebook:

https://www.facebook.com/events/521408492938740/

Halldór Sverrisson grípur svo boltann á lofti síðar í vikunni og mætir í sal Garðyrkjufélagsins kl 20:00 fimmtudaginn 28. apríl. Þar mun hann fræða okkur um hin ýmsu mál er varða trjáheilsu. Stefnt er að því að senda erindið einnig út í beinu streymi um Zoom fyrir fjarstadda.

Zoom hlekk er að finna í viðburðarlýsingunni hér á vef félagsins, sem og í facebook viðburðarlýsingunni:

https://www.facebook.com/events/1306853649796210/

Trjáheilsa

28. apríl, 2022 frá 20:00 til 21:00

Halldór Sverrisson fræðir okkur um trjáheilsu í sal Garðyrkjufélagsins. Stefnt er að því að senda viðburðinn einnig út gegnum Zoom, aðgengilegt í beinu streymi gegnum eftirfarandi hlekk:

https://us06web.zoom.us/j/89447229978?pwd=cW5FZ3JRajRTRTRWVG5rWnU1QVpZdz09

Frítt

Salur Garðyrkjufélags Íslands

Síðumúli 1
Reykjavík, 108 Iceland
+ Google Map

Vilmundur í Afríku

19. apríl, 2022 frá 20:00 til 21:00

Vilmundur Hansen kemur í sal félagsins og fræðir okkur um ferð sína í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku. Það verður án efa litríkt og líflegt erindi sem höfðar til flestra, ef ekki allra 🙂

Athugið breyttan tíma frá því sem fyrst var auglýst.

Erindið hefst kl 20 í sal félagsins þriðjudagskvöldið 19.apríl og verður einnig sent út samhliða í gegnum Zoom. Í kringum upphafstíma erindisins mun eftirfarandi hlekkur virkjast og veita aðgang að hinu beina Zoom streymi: https://us06web.zoom.us/j/86256738975?pwd=K28xQzZ2VXgxejF0dUF4cmF0SlQ4UT09

Frítt

Salur Garðyrkjufélags Íslands

Síðumúli 1
Reykjavík, 108 Iceland
+ Google Map
Posted on

19.apríl: Afríka

Kirstenbosch botanic garden

Vilmundur Hansen kemur í sal félagsins og fræðir okkur um ferð sína í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku. Það verður án efa litríkt og líflegt erindi sem höfðar til flestra, ef ekki allra 🙂

Athugið breyttan tíma frá því sem fyrst var auglýst.

Erindið hefst kl 20 í sal félagsins þriðjudagskvöldið 19.apríl og verður einnig sent út samhliða í gegnum Zoom. Í kringum upphafstíma erindisins mun eftirfarandi hlekkur virkjast og veita aðgang að hinu beina Zoom streymi: https://us06web.zoom.us/j/86256738975?pwd=K28xQzZ2VXgxejF0dUF4cmF0SlQ4UT09

Myndin sem fylgir er tekin af Molly Beauchemin.

Í næstu viku verður svo Ingólfur Guðnason með zoom-eingöngu erindi um jarðgerð í heimilisgarðinum, mánudaginn 25.apríl kl 20. 

https://us06web.zoom.us/j/82699077037?pwd=bm9KcGlqbXcwaVU0YjlUR1c1bVV3QT09

og Halldór Sverrisson með erindi um Trjáheilsu í sal félagsins, sem einnig er stefnt að að senda út gegnum zoom samtímis, fimmtudaginn 28.apríl kl 20.

https://us06web.zoom.us/j/89447229978?pwd=cW5FZ3JRajRTRTRWVG5rWnU1QVpZdz09

Posted on

Frá fuglum til Afríku

Krossnefur_KFF

Einar Þorleifsson minnti okkur á, í erindi sínu í sal Garðyrkjufélagsins, að sumir farfuglar koma hingað til okkar alla leið frá Afríku. Það er því tilvalið að við færum okkur frá fuglunum og yfir til Afríku áður en sumarið kemur.

Þriðjudag 19.apríl, kemur Vilmundur Hansen í heimsókn og ætlar að segja okkur frá heimsókn sinni í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku.

Erindið fer fram í sal Garðyrkjufélags Íslands og verður því einnig streymt á netinu fyrir áhugasama. Notast verður við Zoom kerfið og rétt að taka fram að aðgangur félagsins leyfir einungis 100 gesti samtímis og erindið verður ekki endurtekið, né aðgengilegt eftir á. Það er því um að gera að mæta tímanlega hvort heldur sem er í salinn, eða á netinu.

Þess má til gamans geta að ný röð garðyrkjuþátta “Ræktum Garðinn” hefur göngu sína í sjónvarpi Símans sumardaginn fyrsta. Þar sjáum við einmitt Vilmund á skjánum, ásamt Hafsteini Hafliðasyni. Vilmundur hjálpar okkur garðyrkjufólkinu því bæði að kveðja veturinn og taka á móti sumrinu.

Sumardaginn fyrsta er líka opið hús í Garðyrkjuskólanum að Reykjum, svo við bæði kveðjum veturinn og heilsum sumrinu með glæsibrag!

Viðburðarlýsinguna fyrir Vilmund í Afríku má finna hér: https://www.facebook.com/events/524121149223411

Einar Þorleifsson fer yfir nokkrar af helstu tegundum trjáa og runna sem fuglalífið nýtur góðs af hérlendis.
Skógarþröstur

Klippingar runna og trjáa

10. mars, 2022 frá 20:00 til 21:00

Skrúðgarðyrkjumeistarinn Ágústa Erlingsdóttir ætlar að fara með okkur yfir helstu atriði sem snúa að klippingum á trjám og runnum, enda ansi heppilegur tími um þessar mundir fyrir ýmsar klippingar.

Fræðslufundurinn fer fram á netinu í gegnum fundarkerfið ZOOM og er öllum opinn. Engan aðgangseyri þarf að greiða, en nauðsynlegt að vera búin að setja upp hjá sér zoom forritið áður.

Sökum takmarkana á zoom aðgangi Garðyrkjufélagsins er hámarksfjöldi í einu 100 aðilar og því öruggara að tengja sig inn tímanlega. Ekki er gert ráð fyrir að neinar upptökur verði aðgengilegar af þessum fræðslufundum, né endurtekningar.

Fundurinn tilheyrir nýju fræðslufundaseríu Garðyrkjufélagsins sem mun fara fram á næstu vikum og mánuðum ýmist eingöngu í gegnum Zoom eða einnig í sal félagsins, Síðumúla.

Allir byrja fundirnir kl 20 og áætluð tímalengd í kringum 40-60mínútur.

ATH: fyrir zoom fundi mun hlekkur birtast í viðburðarlýsingunni tímanlega fyrir hvern fund.

Zoom hlekkur kvöldsins: https://zoom.us/j/91902867930?pwd=Z0NvbjAvdStLQmFRRGt3cjZLK1hxQT09

Free

Enginn er garður án sveppa.

9. mars, 2022 frá 20:00 til 21:00

Enginn er garður án sveppa. Sýkjandi – nærandi – eyðandi.

Sveppafræðingurinn Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir ætlar að fræða okkur um sveppi í garðinum.
Tekur hún m.a. fyrir sveppi í eigin garði, sem og görðum annarra.

Fræðslufundurinn fer fram á netinu í gegnum fundarkerfið ZOOM og er öllum opinn. Engan aðgangseyri þarf að greiða, en nauðsynlegt að vera búin að setja upp hjá sér zoom forritið áður.

Sökum takmarkana á zoom aðgangi Garðyrkjufélagsins er hámarksfjöldi í einu 100 aðilar og því öruggara að tengja sig inn tímanlega. Ekki er gert ráð fyrir að neinar upptökur verði aðgengilegar af þessum fræðslufundum, né endurtekningar.

Fundurinn tilheyrir nýju fræðslufundaseríu Garðyrkjufélagsins sem mun fara fram á næstu vikum og mánuðum ýmist eingöngu í gegnum Zoom eða einnig í sal félagsins, Síðumúla.

Allir byrja fundirnir kl 20 og áætluð tímalengd í kringum 40-60mínútur.

ATH: fyrir zoom fundi mun hlekkur birtast í viðburðarlýsingunni tímanlega fyrir hvern fund.

Zoom hlekkurinn fyrir þennan fund er:

https://zoom.us/j/95487770694?pwd=Rnc3R3JTdk4ybk84WkdmSmtzRVcyZz09

Free

Vetrarumhirða pottaplantna

3. mars, 2022 frá 20:00 til 21:00

Hún Sigrún Eir ætlar að fræða okkur um pottaplöntur og sérstaklega hverju við hugum að um veturinn. Hér er því erindi sem enginn má láta framhjá sér fara, ef planta skyldi leynast innandyra.


Fræðslufundurinn fer fram á netinu í gegnum fundarkerfið ZOOM og er öllum opinn. Engan aðgangseyri þarf að greiða, en nauðsynlegt að vera búin að setja upp hjá sér zoom forritið áður.


Sökum takmarkana á zoom aðgangi Garðyrkjufélagsins er hámarksfjöldi í einu 100 aðilar og því öruggara að tengja sig inn tímanlega. Ekki er gert ráð fyrir að neinar upptökur verði aðgengilegar af þessum fræðslufundum, né endurtekningar.


Fundurinn tilheyrir nýju fræðslufundaseríu Garðyrkjufélagsins sem mun fara fram á næstu vikum og mánuðum ýmist eingöngu í gegnum Zoom eða einnig í sal félagsins, Síðumúla.

Allir byrja fundirnir kl 20 og áætluð tímalengd í kringum 40-60mínútur.
ATH: fyrir zoom fundi mun hlekkur birtast í viðburðarlýsingunni tímanlega fyrir hvern fund.

Zoom linkur kvöldsins er hér:
https://zoom.us/j/96310165159?pwd=ZWxLVXB6dVM1Z0dpcUk4YmlncWN0QT09

Þurfi einhver “passcode” er það: 529310

Frítt