Posted on

Sumarhúsaklúbburinn

FJÁRHUSTUNGA 8 @GLÁMA-KÍM (https://www.glamakim.is/)

Lög sumarhúsaklúbbsins: 

1. gr.   

Nafn klúbbsins er Bjarkir – Sumarhúsaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands. Heimilisfang hans er að Frakkastíg 9, 101 Reykjavík.

Klúbburinn er hluti af starfsemi GÍ.

2. gr.   

Markmið klúbbsins er að stuðla að fjölbreytilegri ræktun gróðurs í sumarhúsalöndum.

Til að ná því markmiði ætla klúbbfélagar að:

–     Safna saman þekkingu og reynslu víðsvegar af landinu.

–     Miðla þekkingu með fundum, fyrirlestrum og skrifum m.a. í Garðyrkjuritinu og á vefsíðu GÍ.

–     Standa fyrir skoðunarferðum.

3. gr.  

Innganga í klúbbinn er eingöngu heimil félögum í Garðyrkjufélagi Íslands sem heldur skrá um klúbbfélaga. Hjón og sambýlisfólk hafa  sameiginlega aðild að klúbbnum.

4. gr.   

Aðalfund Bjarka skal halda í febrúar ár hvert. Boða skal fundinn skriflega með minnst 14 daga fyrirvara.

5. gr.   

Stjórnina skipa formaður, varaformaður og einn meðstjórnandi. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn samkvæmt uppástungu frá  a.m.k. tveim fundarmönnum.

Formaður er kosinn í fyrsta sinn til tveggja ára en varaformaður og meðstjórnandi sitja aðeins eitt ár fyrsta árið og síðan eru þeir kosnir til tveggja ára eftir það. Hætti formaður störfum á kjörtímabilinu tekur varaformaður við en kjósa skal formann á næsta aðalfundi. Hætti aðrir stjórnarmenn jafnframt störfum tekur formaður Garðyrkjufélagsins við stjórn klúbbsins og skal hann boða til aðalfundar eigi síðar en mánuði frá því stjórn hætti störfum.

6. gr.  

Klúbbfélagar skulu greiða félagsgjald G.Í. og auk þess sérstakt árgjald til klúbbsins sem nemur u.þ.b. 15% af félagsgjaldi GÍ. Skrifstofa G.Í. sér um fjármál klúbbsins. [Ath. með breytingum á lögum Garðyrkjufélags Íslands í apríl 2023 er árgjald klúbba nú innifalið í árgaldi félagsins.]

7. gr.

Lagabreytingar öðlast þá fyrst gildi þegar stjórn Garðyrkjufélags Íslands hefur samþykkt þær.

Samþykkt á aðalfundi 15. mars 2005.