Trillium grandiflorum – Skógarþristur

250kr.

Fjölær jurt frá Norður-Ameríku, 30-40cm há, blöð lensulaga þrískipt í hvirfli utan um stöngul, blóm hvít – þrjú krónublöð. Skógarbotnsjurt sem þarf að fá að vaxa í graslausum, kalkfríum skógarbotni, dreifir sér með jarðstönglum og þarf nokkur ár til að setjast að og ná sér á strik. Afar fallegur vorboði í skógargarðinum. Fræin er best að láta liggja í vatni fyrsta sólarhringinn og sá svo í pott í skjóli, í skugga, þar sem moldin getur haldist rök. Strá 2-3cm af mold yfir fræin. Þristafræ þurfa oftast flókin skipti af heitu og köldu í mislangan tíma, í rökum jarðvegi til að spíra. Spírun er því oftast að vori, ári eftir sáningu, jafnvel 2.

Nánar má lesa um þrista hér: https://gardurinn.is/blom-vikunnar-med-gurry-trillium-thristar/ 

Out of stock

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að 700 kr. umsýslugjald leggst á hverja fræpöntun.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0323 Flokkar: , Tag: