Posted on

Vel heppnaður fræðslufundur

Þúsund þakkir fyrir komuna í gær kæru félagar🌼 Mætingin var með besta móti enda vorlegt í lofti☀️ Yfir 50 manns í salnum og 100 á netinu, sem reyndar sprengdi kerfið í augnablik🤣 Allt í góðu, kaffipásan og spjallið var dásamlegt🍀Stúlkurnar skiluðu sínu vel og ég lofaði að fylgja eftir því sem þurfti að leggja á minnið👍🏻 Vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessum fyrirlestri, sjáumst í næsta mánuði í enn meiri fróðleik☺️
Hjördís Rögn

🌼Sluis garden – síðan til að fletta upp hvernig þið sáið fræjunum sem voru í boði, setja númerið á pokanum í leit; https://www.sluisgarden.com/

🌼Jelitto – síðan til að finna út hvaða meðferð ýmis fræ þurfa, gott þegar þörf er á kulda/hitameðhöndlun en 15 er auðveldast🤣 Muna að skrá niður😉 https://www.jelitto.com/