Posted on

Fræðandi Bokashi fyrirlestur

Kærar þakkir Björk Brynjarsdóttir fyrir frábæran og fræðandi fyrirlestur um Bokashi í gær. Skemmtilegar umræður mynduðust í þeim góða hópi sem mætti á staðinn. Einnig var spurningum frá þeim er heima sátu svarað jafnóðum og þær bárust.
Ljóst er að þetta er viðfangsefni sem við þurfum að skoða betur því á þessu ári munu nýjar reglur um urðun matvæla hafa áhrif á hverju heimili. Skoðið heimasíðu Melta (áður Bokashifélagið) á Fésbók. Þar getið þið skipst á skoðunum og lært af hvort öðru. Mestu máli skiptir að byrja, prófa sig svo áfram og gera þetta saman.

Posted on

Moltugerð og bokashi – ræktun heimavið

Fimmtudaginn 23. mars kl. 20 í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Björk Brynjarsdóttir frá MELTA (áður Bokashifélagið) mun leiða okkur í gegnum það hvernig við vinnum úr því gulli sem lífrænn afskurður úr eldhúsinu og afklippur úr garðinum er.
Brýn þörf er á fræðslu varðandi þetta efni því nú fara reglugerðir að herðast er varða urðun á lífrænum úrgangi frá heimilum.
Því ekki að nýta þetta beint í eigin ræktun? Hvort sem það er að grafa í jörðu eða nýta sem mold.

Streymt verður frá viðburðinum, slóðin sem verður virk laust fyrir kl. 20:00 er:

https://us06web.zoom.us/j/81918651806?pwd=QXNGU3UzM3NhZTBEVDlBSU5UQ2hHdz09

Meeting ID: 819 1865 1806
Passcode: 671813

Posted on

Aðalfundur GÍ 2023

Kæru félagar 

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2023 verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl í húsi félagsins að Síðumúla 1 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 19:30.  
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og áhugavert fræðsluerindi um blómaengi.  
Félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn félagsins skulu senda formanni félagsins upplýsingar um framboð sitt að minnsta kosti 16 dögum fyrir aðalfund á netfangið formadur@gardurinn.is.
Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til beinnar þátttöku í starfsemi félagsins.  
Nánar auglýst síðar. 

Bestu kveðjur
Stjórn GÍ 

Posted on

Nýtt fræ bætist við í fræbankann

Fræbankanum barst nýlega fræ frá Rósaklúbbi Garðyrkjufélgasins. Fræið er innflutt frá Kanada. Auk þess barst bankanum svolítið af grænmetisfræi. Þar á meðal eru tvær tegundir af baunum, rauðrófur, smátómatar og skrautgrasker. Til að auðvelda leit að rósafræi má slái inn í leitargluggann orðið nýpa. Fræbankinn þakkar Rósaklúbbnum og gefendum fyrir þeirra framlag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fræi það sem af er ári og hefur afgreiðslan gengið hratt og vel. Frænefndin vill ítreka að mismikið magn er í boði af hverri tegund og að hver og ein pöntun má ekki innihalda fleiri en 40 tegundir.

Jafnframt hefur komið í ljós að vegan tæknilegs galla í tölvukerfi fræbankans var ekki hægt að panta nokkrar tegundir af lista fræbankans. Frænefnd biðst velvirðingar á þessu. Birtast þessi númer með nýju frænúmerúnum sem bætast við.

Númer fræjanna sem um ræðir eru birt hér að neðan:

1024 – 1032 – 0885 – 0775 – 0730 – 0576 – 0374 – 0216 
1025 – 1033 – 0884 – 0774 – 0721 – 0570 – 0346 – 0200 
1026 – 1034 – 0874 – 0770 – 0717 – 0531 – 0337 – 0169 
1027 – 1035 – 0872 – 0776 – 0712 – 0500 – 0323 – 0113 
1028 – 1036 – 0857 – 0767 – 0710 – 0471 – 0294 – 0110 
1029 – 1037 – 0835 – 0764 – 0685 – 0466 – 0292 – 0107 
1030 – 0810 – 0755 – 0659 – 0424 – 0288 – 0045 
1031 – 0784 – 0750 – 0614 – 0420 – 0267 – 0032 
0779 – 0749 – 0602 – 0410 – 0221 – 0021 
0776 – 0731 – 0601 – 0405 – 0013 

Posted on

Vel heppnaður fræðslufundur

Þúsund þakkir fyrir komuna í gær kæru félagar🌼 Mætingin var með besta móti enda vorlegt í lofti☀️ Yfir 50 manns í salnum og 100 á netinu, sem reyndar sprengdi kerfið í augnablik🤣 Allt í góðu, kaffipásan og spjallið var dásamlegt🍀Stúlkurnar skiluðu sínu vel og ég lofaði að fylgja eftir því sem þurfti að leggja á minnið👍🏻 Vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessum fyrirlestri, sjáumst í næsta mánuði í enn meiri fróðleik☺️
Hjördís Rögn

🌼Sluis garden – síðan til að fletta upp hvernig þið sáið fræjunum sem voru í boði, setja númerið á pokanum í leit; https://www.sluisgarden.com/

🌼Jelitto – síðan til að finna út hvaða meðferð ýmis fræ þurfa, gott þegar þörf er á kulda/hitameðhöndlun en 15 er auðveldast🤣 Muna að skrá niður😉 https://www.jelitto.com/

Posted on

Fræsáningar 28. febrúar

Þriðjudaginn 28. febrúar munu þær stöllur Anna Rún Þorsteinsdóttir og Sigríður Embla Heiðmarsdóttir garðyrkjufræðingar fara yfir grunnatriði sáninga í sal Garðyrkjufélagsins.
Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær báðar töluverða reynslu af sáningu og ræktun fjölæringa sem og sumarblóma.
Við erum viss um að allir geti lært sitthvað og uppskorið í kjölfarið blómlegt sumar.
Verið öll hjartanlega velkomin kl. 20:00, það verður heitt kaffi á könnunni og kexkökur með.
Fyrirlestrinum verður streymt fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.