Posted on

Fræsáning og lýsing

María Norðdahl, eigandi Innigarða verður með kynningu á fræsáningu og lýsingu fyrir ræktun miðvikudaginn 6.mars í sal Garðyrkjufélags Íslands kl.20.

Viðburðinum verður ekki streymt að þessu sinni því María hyggst sýna okkur handbrögð, tæki og tól sem auðveldar forræktun heimavið.

Kaffi, kex og garðyrkjuspjall í lokin.

Posted on

Vistrækt – borgarbúskapur

21.febrúar í sal GÍ kl.20:00
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson heldur kynningu um vistrækt og borgarbúskap.
Vistrækt – borgarbúskapur
Vistrækt (Permaculture = permanent agriculture) er skipulegt kerfi sjálfbærrar ræktunar við margskonar skilyrði, allt frá húsagörðum í þéttbýli til bújarða í sveitum. Oft felur það í sér lífræna ræktun og búfé kemur gjarnan við sögu. Borgarbúskapur (urban agriculture/city farming) er gjarnan nátengdur vistrækt í kaupstöðum og kauptúnum og tengist nú í vaxandi mæli viðleitni þéttbýlisbúa til að efla staðbundið fæðuöryggi.

Upplýsingablað um viðfangsefnið: <Sækja>

Vefslóð á fjaraðgang er: https://us06web.zoom.us/j/84568480506?pwd=UocgSQ18yVSszoDJKxx1mZZAPlpaYd.1
Meeting ID: 845 6848 0506
Passcode: 483391

Posted on

Félagsfundur í boði Hvanna

Ágætu félagar,
miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 19:30 verður haldinn félagsfundur í Garðyrkjufélagi Íslands að tilhlutan Hvanna, matjurtaklúbbs GÍ.
Efni fundarins er að blása til sóknar og freista þess að efla áhuga félagsmanna á hverskyns ræktun matjurta og öllu sem því tengist.

Regluleg starfsemi Hvanna innifelur meðal annars:
  Umsjón grenndargarða á tveimur stöðum í Reykjavík
  Öflun og miðlun vandaðs kartöfluútsæðis að vori
  Öflun og miðlun vænlegra matlauka að hausti

Nú verður vilji félagsmanna kannaður til frekari starfsemi klúbbsins, og jafnframt hvaða fræðslu og leiðbeiningum fólk sækist eftir. Fundurinn er öllum opinn.

Kaffiveitingar.

Fundinum verður streymt, vefslóðin er:
https://us06web.zoom.us/j/9330799997?pwd=UmtscW9XWGk3a3BPNlJ3MkJPSmRydz09&omn=84510222989
(Meeting ID: 933 079 9997 Passcode: 551878.)

Posted on

Kæru frægefendur

Við þökkum kærlega þeim félögum í GÍ sem þegar hafa sent okkur fræ til útdeildingar. Ykkar framlag skiptir öllu máli, án ykkar er enginn fræbanki. 

Við viljum líka nýta tækifærið til að minna þá sem þegar hafa safnað fræi til að koma því til Garðyrkjufélagsins sem fyrst.

Þið sem ætlið að senda okkur fræ eruð beðin um að skrá nafn plöntunnar eins nákvæmt og þið getið, t.d. lit eða afbrigði.  Í frælista GÍ er búið að gefa plöntunum númer og það væri alveg toppurinn ef þið skráið þetta númer ef fræið ykkar er á skrá á listanum hjá okkur.

Nýr frælisti verður svo birtur á heimasíðunni í janúar-febrúar.

Frænefndin.

Posted on

Sýnikennsla: fræsöfnun

Fimmtudaginn 21. september kl. 20-21 í sal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1:
Svavar Skúli garðyrkjufræðingur og Hjördís Rögn garðyrkjunemi sem starfa bæði í Grasagarðinum munu fara yfir helstu atriði við söfnun fræja að hausti.
Viðburðinum verður ekki streymt að þessu sinni því þetta verður meira sýnikennsla og spjall sem erfitt er að flytja um netheima.
Okkur langar að skapa skemmtilegar og opnar umræður um hverju þarf að huga að og útskýra hvernig helstu tegundir í görðunum okkar haga sér þegar kemur að fjölgun.
Spurningar og vangaveltur vel þegnar. Kaffi og kex á kantinum.
Verið hjartanlega velkomin á fimmtudaginn!

Posted on

Plöntuskiptadagur – plan B

Kæru félagar

Ef rigningaguðirnir ætla að heiðra okkur með nærveru sinni á morgun, laugardaginn 26. munum við flytja viðburðinn INN í bókasafnið, nánar tiltekið á aðra hæð við innganginn.

Inni og útiplöntur velkomnar til að skipta og miðla. Frjálst er að skilja eftir sjálfsánar plöntur til að gefa þeim sem eru að byrja í garðyrkjunni.

Posted on

Plöntuskiptadagur síðsumars 2023

Laugardaginn 26. ágúst ætlum við hjá Garðyrkjufélagi Íslands að halda plöntuskiptadag við Bókasafn Kópavogs. Atburðurinn hefst kl. 12 og stendur allt fram til kl. 15 eða ögn skemur ef allt er upp gengið.
Bókasafnið er opið, næg bílastæði og kaffihús í grenndinni. Flestar plöntur hafa gott af því að vera skipt reglulega, stingum saman nefjum og deilum  okkar uppáhalds.

Bestu blómakveðjur frá GÍ

Posted on

Garðaskoðun á Selfossi

Mary og Ægir ætla að opna gróskumikla garðinn sinn sunnudaginn 13.ágúst Merkilandi 8 Selfossi. Þau hafa verið dugleg í gegnum árin að safna og skipta plöntum með okkur í Garðyrkjufélaginu. Einnig hafa þau verið ötul í garð- og gróðurviðburðum og skipulagningu bæði í bænum og sinni sveit 🌼🪻🌸 Takk fyrir gott boð kæru hjón!
Verið velkomin milli kl.13 og 17.