Posted on

Kartöfluútsæðið

Félagar í Garðyrkjufélaginu fengu tölvupóst s.l. sunnudag (16. apríl) með boði um að panta kartöfluútsæði. Fimm tegundir voru í boði en ekki mikið magn af öllum. Ekki stendur á viðbrögðum og er nú svo komið að einungis tvær tegundir eru enn eftir: Kónga-bláar og Helga. Látið ekki hjá líða að ná ykkur í úrvals kartöfluútsæði af því sem eftir er. Vakin er athygli á þvi að hægt er að panta fræ í leiðinni til að nýta ferðina 😉
<Vefverslun GÍ>

Uppfærsla 25. apríl 2023: Kartöfluútsæði er nú uppselt. Búast má við að það verði afgreitt strax eftir mánaðarmót en það verður tilkynnt til þeirra sem pöntuðu.