adal-frett 2021aðalfrétt, fréttir, Starfið, tilkynningarFrestun aðalfundar og afsögn formannsFormaður félagsins, Lárus Sigurðsson, sagði af sér á vordögum og hefur Guðríður Helgadóttir varaformaður tekið við formannskeflinu fram að næsta aðalfundi. Eru Lárusi þökkuð góð störf í þágu félagsins og honum óskað velfarnaðar á sinni vegferð. Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi fram á haust, einkum og sér í lagi vegna þess að ekki hefur fundist nýtt formannsefni fyrir félagið. Eru áhugasamir félagsmenn eindregið hvattir til að bjóða sig fram til formennsku í félaginu.Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofustjóra félagsins, Elínu Helgu Rink eða fulltrúa í stjórn félagsins. F.h. stjórnar, Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ... Kristjan FridbertssonView FRÉTTIR Fréttir-blokkfréttir, Starfið, tilkynningarSumarferð og sumarlokun skrifstofuSumarferðin í ár verður farin á Suðurlandið þriðjudaginn 26.júlí. Að vanda verða fögur svæði og garðar heimsótt og fer rúta frá skrifstofu félagsins í Síðumúla. Nánari upplýsingar von bráðar. Einnig minnum við á sumarlokun skrifstofu, fræbanka og vefverslunar en lokað er frá og með 1.júlí til 3. ágúst.... Kristjan FridbertssonView aðalfrétt, fréttir, Starfið, tilkynningarFrestun aðalfundar og afsögn formannsFormaður félagsins, Lárus Sigurðsson, sagði af sér á vordögum og hefur Guðríður Helgadóttir varaformaður tekið við formannskeflinu fram að næsta aðalfundi. Eru Lárusi þökkuð góð störf í þágu félagsins og honum óskað velfarnaðar á sinni vegferð. Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi fram á haust, einkum og sér í lagi vegna þess að ekki hefur fundist nýtt formannsefni fyrir félagið. Eru áhugasamir félagsmenn eindregið hvattir til að bjóða sig fram til formennsku í félaginu.Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofustjóra félagsins, Elínu Helgu Rink eða fulltrúa í stjórn félagsins. F.h. stjórnar, Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ... Kristjan FridbertssonView aðalfrétt, fræðsla og kynning, fréttir, klúbbastarf, StarfiðGARÐYRKJURIT/FÉLAGSSKÍRTEINI og ÓKEYPIS RÓSIRAf óviðráðanlegum ástæðum hefur prentun og útsending nýrra félagsskírteina sem og Garðyrkjuritsins tafist þó nokkuð í ár. Við vonumst þó til að hvoru tveggja rati til okkar úr prentvélunum hvað úr hverju og verður þá um leið sent til allra skuldlausra félaga. Myndin er tekin í Lystgarði Akureyrar rétt áður en snjó tók að falla í byrjun liðinnar viku og sést hér Fjallskógarlilja (Erythronium sibiricum) sem myndar þar afar fallega blómstrandi breiðu.(Höf: Kristján Friðbertsson ) Í fyrra bar nokkuð á því að sendingin væri að berast til fólks jafnvel 1-2 mánuðum of seint, af óskiljanlegum ástæðum. Til að spara félaginu pening, en ekki síst í von um að lágmarka slík vandræði stefnum við að því að bera sjálf út eins mikið og við mögulega getum. Skráðir félagar sem vilja aðstoða við dreifinguna, mega endilega hafa samband við skrifstofu félagsins ( gardurinn@gardurinn.is ) og er þeim sem nú þegar hafa haft samband hjartanlega þakkað fyrir. Við biðjum félaga að sjálfsögðu velvirðingar á þessum töfum og þökkum þolinmæðina. Skv okkar upplýsingum taka öll fyrirtæki sem afslætti veita enn við gamla skírteininu þar til hið nýja er komið í umferð. KartöflurEnn eru örfáar ósóttar pantanir á skrifstofunni og hvetjum við viðkomandi aðila til að endilega sækja sem fyrst, svo þetta dagi nú ekki uppi, eða fari jafnvel að skemmast á meðan beðið er. Ókeypis rósirÓðum styttist í hinn sívinsæla plöntuskiptadag í Reykjavík og vonandi verður hann haldinn víða í ár. Meðan hans er beðið er tilvalið að næla sér í ókeypis rósarunna! Rósaklúbbur GÍ ( facebook.com/groups/399986060113202 ) ætlar að hittast miðvikudaginn 18. Maí kl 17:00 í Rósagarðinum í Laugardal, skammt frá Grasagarðinum. Þar verða rósir klipptar, rótarskot fjarlægð og snyrt aðeins til. Ekki bara góð skemmtun, heldur frábær leið til að fræðast um rósir og meðhöndlun þeirra. Þeir sem taka þátt í verkinu fá að vanda að taka með sér rótarskot heim og eignast því nýja plöntu fyrir vikið. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í FB hóp rósaklúbbsins, sem vísað er í hér á undan. 18. maí er raunar Safnadagurinn og því tilvalið að skella sér svo í Grasagarðinn. Þar hefst t.d. fræðsluganga kl 20 um villtar erfðalindir nytjaplantna. –... Kristjan FridbertssonView aðalfrétt, fréttir, Starfið, tilkynningarRauðeik, útsæði og gróðurpokarHvenær sæki ég útsæðið sem ég pantaði? Pantanir eru sóttar á skrifstofu félagsins, síðumúla 1 (ath inngangur ármúlamegin) og er hægt að sækja á eftirfarandi tímum: Mán 2.maí kl 10-14 Mið. 4.maí kl 10-19 Fim. 5.maí kl 10-14 Hvað með rauðeikur og gróðurpoka? Miðvikudaginn 4.maí verður sérstök lengri opnun, t.d. fyrir þá sem ekki komast auðveldlega að sækja á milli 10 og 14. Forsvarsmenn Gróðurpokar https://www.facebook.com/grodurpokar verða á svæðinu milli 17 og 19 með kynningu og sölu á pokunum sem þau selja einmitt m.a. í verslun félagsins. Henta afskaplega vel undir ýmsa ræktun og stærri gerðirnar sérlega heppilegar fyrir kartöflur. Ræktunin verður meðfærilegri og hægt að rækta á svölum, gangstétt eða bílskúrsþaki þess vegna. Akörn af rauðeik (Quercus rubra) kláruðust nánast samstundis og opnað var fyrir sölu í vetur, en frá 17-19 verða forsvarsmenn Trjáræktarklúbbsins einnig á svæðinu og munu selja rauðeik beint úr bökkum, til að styrkja sameiginlega trjáræktun. Um ræðir plöntur sem voru ræktaðar inni í gróðurhúsi og eru því komnar vel af stað í vexti. Uppruni þessara plantna er frá Kanada og standa því vonir til þess að þeim muni ganga betur en annarri rauðeik, enda hefur ræktun hennar oft verið erfiðleikum háð hér. Seldar verða 5 eikarplöntur saman, sem fara þá beint úr bakka í poka við kaupin og þarf að koma þeim strax í potta eða álíka. Verð á 5 trjáplöntum saman er 3.000kr. og greiðist með korti á staðnum. Það má því búast við fjörlegri stund í sal félagsins á miðvikudags eftirmiðdaginn, þegar fólk hópast þangað til að sækja útsæði og kaupa sér eikur og gróðurpoka. (Myndin sem fylgir var tekin af Aðalsteini Sigurgeirssyni og sýnir muninn á haustlitum á sumareik og rauðeik.)... Kristjan FridbertssonView VIÐBURÐIR Viðburðir-blokkAPlöntuskiptadagur í ReykjavíkGarðyrkjufélagið heldur sinn árlega plöntuskiptadag að vori þetta árið í Grasagarðinum í Laugardal, laugardaginn 4.júní frá kl 15-17. Allir velkomnir.... Kristjan FridbertssonView Klúbbfundur, Ytri viðburðirHollráð í MatjurtagarðinumGestum býðst að fræðast um sáningu, útplöntun og umhirðu krydd- og matjurta auk þess sem farið verður yfir ráðleggingar varðandi smádýrin í matjurtagarðinum og hvernig sé hægt að nýta það sem til fellur í jarðvegsgerð. Garðyrkjufræðingar Grasagarðsins sjá um fræðsluna og meðlimir úr Hvönnum, matjurtaklúbbi Garðyrkjufélags Íslands verða á staðnum auk Mervi Luoma sem kynnir […]... Kristjan FridbertssonView Fyrirlestrar, NámskeiðSkiptiræktun (Auður Ottesen)Auður Ottesen verður með námskeið um skiptiræktun í sal félagsins, fimmtudagskvöldið 12.maí kl 20:00. Einnig verður sent út gegnum Zoom fyrir fjarstadda og hlekkurinn sem þarf að fylgja er: https://us06web.zoom.us/j/87014787128?pwd=UkZiVEkvcktHZ0o4TkVuYzlGWDYxQT09 Fjölmennum og fræðumst um skiptiræktun!Facebook viðburðarlýsinguna má finna hér: https://www.facebook.com/events/668790034327673... Kristjan FridbertssonView PISTLAR Pistlar-blokkPistlarTvíærar plöntur – Blóm vikunnar með GurrýFlestir garðeigendur eru þeirrar skoðunar að plönturnar sem þeir velja í garða sína eigi annað hvort að vera einærar, þ.e. sumarblóm, eða að þær lifi endalaust, séu með öðrum orðum fjölærar. Fjölærar plöntur koma upp ár eftir ár og það þarf ekki að hafa fyrir því að gróðursetja nýjar á hverju ári. Tré og runnar […]... Kristjan FridbertssonView ÚTGÁFA Útgáfa-blokkÚtgáfulisti GÍ... Þorvar HafsteinssonView