Posted on

Sígræniklúbburinn

Mynd af vefnum http://sumarogsol.blogspot.com/

Sígræni klúbburinn er starfræktur innan Garðyrkjufélags Íslands. Viðfangsefni klúbbsins eru sígrænar plöntur (s.s. lyngrósir, lim, sýprusar, greni, furur, þallir, þinir, hnoðrar, húslaukar, lyng, einir, sneplur, sópar, hærur, drottningar ofl.)
Helstu viðfangsefni klúbbsins eru að finna sígrænar plöntur eða yrki og miðla fróðleik um þær. Við íslendingar höfum ágæta reynslu af sígrænum plöntum en úr miklu er að moða svo við getum svo sannarlega átt skemmtilega tilraunatíma á komandi árum.

Fróðleiksmolar, skemmtisögur og flottar myndir af sígrænum gróðri er það sem við viljum helst sjá. Endilega sendð okkur skemmtilegt efni á:

https://www.facebook.com/sigraeniklubburinn

sigraeniklubburinn@gmail.is


Ekki gleyma að skrá ykkur í Sígræna klúbbinn svo ekkert sígrænt fari fram hjá ykkur 


Allir þeir sem eru meðlimir í Garðyrkjufélagi Íslands geta skráð sig í klúbbinn.

Félagsgjald Sígræna klúbbsins er innifalið í árgjaldi Garðyrkjufélagsins.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á sigraeniklubburinn@gmail.com, hringja í 552 7721 eða senda póst á gardurinn@gardurinn.is (skrifstofa GÍ).