Posted on

Aðalfundur GÍ 2023 – með vefslóð á fundinn

Kæru félagar í Garðyrkjufélagi Íslands.

Aðalfundur GÍ verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 19:30 í sal félagsins í Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).
Að loknum aðalfundi flytja Sigurlaug Halldórsdóttir (Dillý) og Pálmi Gestsson erindi um blómaengi.
Sjá meðfylgjandi aðalfundarboð með upplýsingum um dagskrá aðalfundar, framboð til stjórnar og tillögur stjórnar GÍ að lagabreytingum. <Aðalfundarboð>

Athugið, fundinum verður streymt fyrir félaga sem ekki komast á staðinn en vilja fylgjast með.
Áætlað er að erindið um blómaengið hefjist kl. 20:45 en ef aðalfundur dregst á langinn gæti því seinkað.
Þótt fundurinn gangi greiðlega verður erindinu þó ekki flýtt. Þeir sem einungis vilja fylgjast með blómaenginu geta tengst laust fyrir kl. 20:45. Slóðin er:

“Join Zoom Meeting”
https://us06web.zoom.us/j/89486665655?pwd=MzNJZnF3aVVVTVlJbkhZckpHVENLZz09
Meeting ID: 894 8666 5655
Passcode: 143571
Kærar kveðjur, 
Stjórn GÍ