Garðyrkjufélags Íslands

Almennar verslunarreglur

  • Almenna reglan er sú að Fræbankinn er öllum opinn. Utanfélagsmenn borga hærra verð en skuldlausir félagar.
  • Félagsmenn fá árlega sendan afsláttarkóða í tölvupósti með útgáfu nýs frælista.
  • Frælistinn gildir frá 1. febrúar til 31. janúar árið eftir.
  • Félagið gefur út nýjan frælista í byrjun febrúar hvers árs. Þá fyrst eru ný fræ, þ.e. sem borist hafa eftir útgáfu frælista ársins áður, boðin til sölu. Fram að því eru ný fræ ekki sett í birtingu þótt Frænefnd hafi skilað upplýsingum um þær til birtingar.
  • Stakir skammtar mega mest verða 40 talsins. Aðeins er hægt að kaupa einn skammt af hverri tegund. Gildir um bæði félagsmenn og utanfélagsmenn.
  • Lágmarksgjald fyrir staka skammta, þ.m.t. umsýslu- og sendingarkostnaður, er 3.000 krónur.
  • Frækaupendum skal vera ljóst að í hverjum skammti eru misjafnlega mörg fræ; fjöldinn ræðst m.a. af stærð fræja og framboði. Ekki er alltaf hægt að tryggja að öll fræ séu til.
  • Fræbankinn opnar í febrúar ár hvert og er svo opinn fram í byrjun desember. Ekki er þó afgreitt úr honum í júlí.

  • Júlí / 8. ágúst 2020/ÓV