Posted on

Fræðandi Bokashi fyrirlestur

Kærar þakkir Björk Brynjarsdóttir fyrir frábæran og fræðandi fyrirlestur um Bokashi í gær. Skemmtilegar umræður mynduðust í þeim góða hópi sem mætti á staðinn. Einnig var spurningum frá þeim er heima sátu svarað jafnóðum og þær bárust.
Ljóst er að þetta er viðfangsefni sem við þurfum að skoða betur því á þessu ári munu nýjar reglur um urðun matvæla hafa áhrif á hverju heimili. Skoðið heimasíðu Melta (áður Bokashifélagið) á Fésbók. Þar getið þið skipst á skoðunum og lært af hvort öðru. Mestu máli skiptir að byrja, prófa sig svo áfram og gera þetta saman.