Posted on

Nýtt fræ bætist við í fræbankann

Fræbankanum barst nýlega fræ frá Rósaklúbbi Garðyrkjufélgasins. Fræið er innflutt frá Kanada. Auk þess barst bankanum svolítið af grænmetisfræi. Þar á meðal eru tvær tegundir af baunum, rauðrófur, smátómatar og skrautgrasker. Til að auðvelda leit að rósafræi má slái inn í leitargluggann orðið nýpa. Fræbankinn þakkar Rósaklúbbnum og gefendum fyrir þeirra framlag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fræi það sem af er ári og hefur afgreiðslan gengið hratt og vel. Frænefndin vill ítreka að mismikið magn er í boði af hverri tegund og að hver og ein pöntun má ekki innihalda fleiri en 40 tegundir.

Jafnframt hefur komið í ljós að vegan tæknilegs galla í tölvukerfi fræbankans var ekki hægt að panta nokkrar tegundir af lista fræbankans. Frænefnd biðst velvirðingar á þessu. Birtast þessi númer með nýju frænúmerúnum sem bætast við.

Númer fræjanna sem um ræðir eru birt hér að neðan:

1024 – 1032 – 0885 – 0775 – 0730 – 0576 – 0374 – 0216 
1025 – 1033 – 0884 – 0774 – 0721 – 0570 – 0346 – 0200 
1026 – 1034 – 0874 – 0770 – 0717 – 0531 – 0337 – 0169 
1027 – 1035 – 0872 – 0776 – 0712 – 0500 – 0323 – 0113 
1028 – 1036 – 0857 – 0767 – 0710 – 0471 – 0294 – 0110 
1029 – 1037 – 0835 – 0764 – 0685 – 0466 – 0292 – 0107 
1030 – 0810 – 0755 – 0659 – 0424 – 0288 – 0045 
1031 – 0784 – 0750 – 0614 – 0420 – 0267 – 0032 
0779 – 0749 – 0602 – 0410 – 0221 – 0021 
0776 – 0731 – 0601 – 0405 – 0013