Posted on

Moltugerð og bokashi – ræktun heimavið

Fimmtudaginn 23. mars kl. 20 í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Björk Brynjarsdóttir frá MELTA (áður Bokashifélagið) mun leiða okkur í gegnum það hvernig við vinnum úr því gulli sem lífrænn afskurður úr eldhúsinu og afklippur úr garðinum er.
Brýn þörf er á fræðslu varðandi þetta efni því nú fara reglugerðir að herðast er varða urðun á lífrænum úrgangi frá heimilum.
Því ekki að nýta þetta beint í eigin ræktun? Hvort sem það er að grafa í jörðu eða nýta sem mold.

Streymt verður frá viðburðinum, slóðin sem verður virk laust fyrir kl. 20:00 er:

https://us06web.zoom.us/j/81918651806?pwd=QXNGU3UzM3NhZTBEVDlBSU5UQ2hHdz09

Meeting ID: 819 1865 1806
Passcode: 671813