Posted on

Samstarfsverkefni

Garðyrkjufélagið býður upp á garðlönd og fræðslu á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Grenndargarðar. 

Samstarf og helstu verkefni sem Garðyrkjufélag Íslands tekur þátt í::

  • Garðyrkjufélagið býður upp á garðlönd og fræðslu á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Grenndargarðar. 
  • Verkefninu Aldingarður æskunnar var formlega hleypt af stokkunum í Steinahlíð við Suðurlandsbraut 2014. Markmið verkefnisins er vekja upp áhuga og löngun yngstu kynslóðarinnar til að rækta og nota nytjaplöntur. Stefnt er að þátttöku sem flestra  sveitarfélaga. Aldingarður Æskunnar var opnaður á Sólheimum 2015 og í Reykjanebæ og á Ólafsfirði 2019.
  • Fulltrúi Garðyrkjufélags Íslands á sæti í stjórn framkvæmdarsjóðs Skrúðs í Dýrafirði. Skrúður, grasa- og trjágarðurinn við Núp í Dýrafirði sem stofnaður sem lifandi kennslustofa af séra Sigtryggi Guðlaugssyni skólastjóra Unglingaskólans að Núpi 1909
  • Garðyrkjufélag Íslands á frumkvæði að stofnun Urtagarðsins í Nesi á Seltjarnanesi og situr fulltrúi félagsins í stjórn hans. Urtagarðurinn er lifandi safn urta sem gegnt hafa hlutverki í lækningum og lyfjagerð og sem nytjajurtir til matar, næringar og heilsubóta að fornu og nýju.
  • Garðyrkjufélagið er í samstarfi við Kópavogsbæ um lifandi plöntusafn í Meltungu í Kópavogi. Hlutverk safnsins er að miðla upplýsingum um tegundir og yrki plantna.
  • Félagið er í samstarfi við Kópavogsbæ og Skógræktarfélags Kópavogs um umhirðu og rekstur Hermannsgarðs sem stofnaður var í minningu Hermanns Lundholm garðyrkjuráðunauts og heiðursfélaga GÍ.
  • Rósagarður Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands er í samstarfi við Reykjavíkurborg og Yndisgróðurs um rekstur Rósagarðs í Laugardal í Reykjavík. Garðurinn var stofnaður til heiðurs Jóhanns Pálssonar, grasafræðings og fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Í rósagarðinum vaxa hundruð tegunda og yrkja sem merktar eru fólki til fróðleiks.
  • Samstafsverkefni er um rekstur Rósagarðs í Höfðaskógi í Hafnafirði milli Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands, Hafnarfjarðarbæjar og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Nokkur hundruð merktar tegundir og yrki rósa vaxa þar villtar í skóglendi.
  • Ávaxtaklúbbur Garðyrkjufélagsins er í samvinnu við Kópavogsbæ og Landbúnaðarháskóla Íslands í tilraunaverkefni við ræktun ávaxtatrjáa í Meltungu í Kópavogi.
  • Aldintrjáa safn opnað á Sólheimum 2015 Samstarfsverkefni GÍ og Sólheima.
  • Samstarfssamningur er á milli Garðyrkjufélagsins og Dalabyggðar um eflingu ræktunarmenningar og útbreiðslu þekkingar í gegnum skólastarf svo og stuðning við ræktun í einkagörðum og í almenningsrými á vegum sveitarfélagsins.
  • Garðyrkjufélagið er aðili að birki kynbóta- og fræverkefninu Emblu í samstafi við Skógræktarfélag Íslands og Skógrækt ríkisins. Með kynbótastarfinu er markmiðið að skapa úrvalsyrki sem henta við ýmsar aðstæður bæði í þéttbýli og í skógrækt.
  • Garðyrkjufélag Íslands er í góðu samstarfi við önnur áhugamannafélög og stofnanir um einstök verkefni svo sem ráðstefnuhald og öflun erlendra fyrirlesara.
  • GÍ vinnur að ýmsum verkefnum á sviði umhverfismála með sveitarfélögum, Sambandi umhverfis- og garðyrkjustjóra, Landgræðsla ríkisins og Grasagarði Reykjavíkur.
  • Með sérstökum stuðningi Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vinnur GÍ að þróun garðyrkjumenningar víða um land.

 

Starfsemi félagsins byggir fyrst og fremst á sjálfboðaliðastarfi og á það að sjálfsögðu einnig við um öll ofangreind verkefni. Allir áhugasamir félagsmenn eru eindregið hvattir til að leggja hönd á plóg og tekur stjórn og skrifstofa félagsins ávallt vel í allar hugmyndir um samstarf við aðila og verkefni á þessu sviði.