Posted on

Matjurtaklúbburinn

Lög Matjurtaklúbbsins:


1. gr.    Nafn klúbbsins er Hvannir – Matjurtaklúbbur GÍ

2. gr.   Markmið klúbbsins er að auka ræktun og þekkingu á mat- og kryddjurtum. Til að ná því markmiði ætla klúbbfélagar að: Safna saman þekkingu og reynslu í ræktun mat- og kyddjurta hérlendis. Miðla þekkingu með skrifum og fyrirlestrum. Standa fyrir skoðunarferðum fyrir klúbbfélaga. Standa fyrir fræðslu í matargerð matjurta. Stuðla að því að Hvannir – Matjurtaklúbbur verði vettvangur til fræðslu og gleði fyrir félagsmenn.

3. gr.  Innganga í klúbbinn er heimil félögum í Garðyrkjufélagi Íslands sem heldur skrá um félagsmenn.

4. gr.    Aðalfund skal halda í september ár hvert. Boða skal fundinn skriflega með minnst 14 daga fyrirvara.

5. gr.    Stjórnina skipa formaður, varaformaður og einn meðstjórnandi. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, samkvæmt uppástungu frá a.m.k. tveim fundarmönnum. Formaður er kosinn í fyrsta sinn til tveggja ára en varaformaður og meðstjórnandi sitja aðeins eitt ár fyrsta árið og síðan eru þeir kosnir til tveggja ára eftir það. Hætti formaður störfum á kjörtímabilinu tekur varaformaður við en kjósa skal formann á næsta aðalfundi. Hætti aðrir stjórnarmenn jafnframt störfum tekur formaður Garðyrkjufélagsins við stjórn klúbbsins og skal hann boða til aðalfundar eigi síðar en mánuði frá því stjórn hætti störfum.

Samþykkt á stofnfundi klúbbsins 23. september 2003.

Garðarnir í Gorvík eru með Facebook síðu: Gorvík Grafarvogi