Posted on

Ávaxtaklúbburinn

Perutré að gefa góða uppskeru í Grasagarði Chicago

Ávaxtaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands er opinn öllum meðlimum Garðyrkjufélagsins.

Klúbburinn var stofnaður með það í huga að efla ræktun og auka þekkingu á ávaxtatrjám og berjarunnum. Undanfarin ár hefur hann m.a. staðið fyrir innflutningi á nýjum áhugaverðum ávaxtaplöntum ásamt fræðslufundum og námskeiðum um ræktun, umhirðu og ágræðslu ávaxtatrjáa. Einnig var árið 2015 stofnað til Yrkjasafns Ávaxtatrjáa að Sólheimum, í samstarfsverkefni klúbbsins og sjálfbæra samfélagins sem þar býr.

Klúbburinn er með hóp á facebook sem var upprunalega hugsaður sem umræðusvæði meðlima. Hópurinn hefur síðan þróast yfir í að vera almennur vettvangur til að skiptast á upplýsingum um allt sem viðkemur ávaxta- og berjarækt.

https://www.facebook.com/groups/avaxtaklubbur

Í dag er ávaxtaklúbburinn í dvala og heldur sig á áðurnefndum umræðuhóp þar til tími kemur til að setja aftur aukinn kraft í starfsemina.