Posted on

19.apríl: Afríka

Kirstenbosch botanic garden

Vilmundur Hansen kemur í sal félagsins og fræðir okkur um ferð sína í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku. Það verður án efa litríkt og líflegt erindi sem höfðar til flestra, ef ekki allra 🙂

Athugið breyttan tíma frá því sem fyrst var auglýst.

Erindið hefst kl 20 í sal félagsins þriðjudagskvöldið 19.apríl og verður einnig sent út samhliða í gegnum Zoom. Í kringum upphafstíma erindisins mun eftirfarandi hlekkur virkjast og veita aðgang að hinu beina Zoom streymi: https://us06web.zoom.us/j/86256738975?pwd=K28xQzZ2VXgxejF0dUF4cmF0SlQ4UT09

Myndin sem fylgir er tekin af Molly Beauchemin.

Í næstu viku verður svo Ingólfur Guðnason með zoom-eingöngu erindi um jarðgerð í heimilisgarðinum, mánudaginn 25.apríl kl 20. 

https://us06web.zoom.us/j/82699077037?pwd=bm9KcGlqbXcwaVU0YjlUR1c1bVV3QT09

og Halldór Sverrisson með erindi um Trjáheilsu í sal félagsins, sem einnig er stefnt að að senda út gegnum zoom samtímis, fimmtudaginn 28.apríl kl 20.

https://us06web.zoom.us/j/89447229978?pwd=cW5FZ3JRajRTRTRWVG5rWnU1QVpZdz09

Posted on

Frá fuglum til Afríku

Krossnefur_KFF

Einar Þorleifsson minnti okkur á, í erindi sínu í sal Garðyrkjufélagsins, að sumir farfuglar koma hingað til okkar alla leið frá Afríku. Það er því tilvalið að við færum okkur frá fuglunum og yfir til Afríku áður en sumarið kemur.

Þriðjudag 19.apríl, kemur Vilmundur Hansen í heimsókn og ætlar að segja okkur frá heimsókn sinni í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku.

Erindið fer fram í sal Garðyrkjufélags Íslands og verður því einnig streymt á netinu fyrir áhugasama. Notast verður við Zoom kerfið og rétt að taka fram að aðgangur félagsins leyfir einungis 100 gesti samtímis og erindið verður ekki endurtekið, né aðgengilegt eftir á. Það er því um að gera að mæta tímanlega hvort heldur sem er í salinn, eða á netinu.

Þess má til gamans geta að ný röð garðyrkjuþátta „Ræktum Garðinn“ hefur göngu sína í sjónvarpi Símans sumardaginn fyrsta. Þar sjáum við einmitt Vilmund á skjánum, ásamt Hafsteini Hafliðasyni. Vilmundur hjálpar okkur garðyrkjufólkinu því bæði að kveðja veturinn og taka á móti sumrinu.

Sumardaginn fyrsta er líka opið hús í Garðyrkjuskólanum að Reykjum, svo við bæði kveðjum veturinn og heilsum sumrinu með glæsibrag!

Viðburðarlýsinguna fyrir Vilmund í Afríku má finna hér: https://www.facebook.com/events/524121149223411

Einar Þorleifsson fer yfir nokkrar af helstu tegundum trjáa og runna sem fuglalífið nýtur góðs af hérlendis.
Skógarþröstur
Posted on

Fræðslufundir hefjast á ný!

Nokkrir frábærir aðilar úr hópi félagsmanna G.Í. og annarra vildarvina ætla að halda fyrir okkur fræðsluerindi um hin ýmsu málefni.

Fyrirkomulagið verður að mestu hið sama og í fyrra:

Mán/Þri/Mið/Fim kvöld kl 20, lengd ca 40-60 mín

Til að byrja með verðum við einungis í fjarfundarkerfinu Zoom, en þegar nær dregur lokum mars mánaðar er stefnan að nokkur erindi verði haldin í sal félagsins og þá einnig send út yfir Zoom fyrir fjarstadda.

Sérstakur zoom hlekkur verður fyrir hvert erindi fyrir sig og verður sett inn á viðeigandi „Facebook viðburð“ á facebook síðu félagsins: www.facebook.com/gardurinn

Einnig verða hlekkirnir settir á viðburðartilkynningarnar á vef félagsins www.gardurinn.is

Nauðsynlegt er að hafa Zoom appið til staðar fyrirfram, en það er hægt að sækja á netinu frítt. Leyfistakmarkanir félagsins gefa okkur að hámarki kost á að hafa 100 gesti í einu. Það dugar oftast til, en þó hafa komið tilfelli þar sem færri komast að en vildu.

Ekki er gert ráð fyrir endurtekningum eða upptökum á erindum og því er rétt að minna fólk á að tengja sig inn stundvíslega til öryggis. Stefnt er að því að gera hvern fund virkann 5-10mínútum áður en hann hefst og er þá hægt að tengja sig inn.

Fyrstu 2 erindin eru á sitt hvoru tungumálinu:

Miðvikudagur 23.febrúar kl 20:00
Sáning og forræktun sumarblóma og matjurta
Guðríður Helgadóttir

Fimmtudagur 24.febrúar kl 20:00
Growing plants from seed in Iceland (á ensku)
Rannveig Guðleifsdóttir

Athugið að síðari fundurinn fer fram á ensku og er sérstaklega beint að þeim sem hafa íslensku ekki að móðurmáli og/eða treysta sér frekar til að fylgjast með á ensku.

Efnistök beggja verða þó um margt svipuð, en sá síðari leggur mögulega aðeins meiri áherslu á atriði sem koma þeim til góðs sem vanari eru ræktun erlendis, við aðrar aðstæður.

Endilega fylgist vel með á facebook síðu félagsins:

www.facebook.com/gardurinn

þar sem enn eru að bætast við erindi og ávallt er mögulegt að einhverjar dagsetningar geti breyst vegna forfalla.

Næstu 3 viðburðir eins og er:

Fim. 3. mars kl 20:00
Vetrarumhirða pottaplantna
Sigrún Eir

Mið 9.mars kl 20:00
Sveppir í garðinum
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

Fim 10.mars kl 20:00
Trjá- og runna klippingar
Ágústa Erlingsdóttir

Meðal þeirra sem eru síðar á dagskrá, má nefna Auði Ottesen, Sigurð Arnarson, Maja Siska, Fræmeistara og frænefnd Garðyrkjufélagsins, Svein Þorgrímsson, Vilmund Hansen, Konráð Lúðvíksson, Sigurð Guðmundsson o.fl.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla félaga til að nýta þessi tækifæri og njóta góðvildar, reynslu og þekkingu þessa góða fólks, sem við kunnum afar miklar þakkir fyrir.

Posted on

2. Fræðslufundur Rósaklúbbsins, 18.nóv 2021

2. Fræðslufundur
Rósaklúbbs Garðyrkjufélagsins 2021
Fer fram fimmtudaginn 18. nóvember, 2021 kl 20:00 – 22:00

Dagskrá

 Blómstrandi runnar og tré, hvað gengur vel á Íslandi.
Steinunn Garðarsdóttir er sérfræðingur í umhverfisskipulagi. Hún hefur komið aðfjölbreyttum gróður rannsóknum innan Landbúnaðarháskóla Íslands samhliðaMS námi í náttúru- og umhverfisfræði. Hún kennir nú plöntunotun fyrir nemendur í landslagsarkitektúr og skógfræði við Landbúnaðarháskólann.

Kaffihlé

 Rósaræktun Lene Grönholm.
Lene Grönholm er finnsk og hefur bæði reynslu af rósarækt í Finnlandi og á Íslandi.
 Niðurstöður ljósmyndasamkeppni Rósaklúbbsins,
hér verða kynnt úrslit í ljósmyndakeppninni sem nú er í gangi.


Kaffigjald er 200 kr og við munum fara eftir þeim sóttvarnarreglum sem gilda á fundardag.
Fundinum verður einnig dreift á zoom. Tengill sendur þegar nær dregur

Posted on

Nánar um aðalfund 2021

Guðríður Helgadóttir, varaformaður.
Fráfarandi formaður, Ómar Valdimarsson, þiggur blómvönd.
Fráfarandi stjórnarmeðlimur, Sveinn Þorgrímsson, þiggur blómvönd.
Fráfarandi stjórnarmeðlimur, Brynhildur Bergþórsdóttir, þiggur blómvönd.

Eftir ýmsar tafir, ekki síst af sóttvarnar- og skynsemisástæðum, var aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands árið 2021 loks haldinn í húsakynnum félagsins þann 30.ágúst.

Fyrir áhugasama er hér fundargerðin, ásamt skýrslu fráfarandi stjórnar. Fylgja einnig nokkrar myndir frá fundinum, allar teknar af hinum nýkjörna formanni félagsins, Lárusi Sigurði Lárussyni.

Posted on

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands var haldinn 30.ágúst 2021.
Á fundinum var auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kosinn nýr formaður félagsins og tveir nýir stjórnarmenn.

Var Lárus Sigurður Lárusson kjörinn nýr formaður félagsins og tekur hann við af fráfarandi formanni, Ómari Valdimarssyni, sem mun áfram sitja í ritnefnd Garðyrkjuritsins.

Ný í stjórn hlutu kosningu þau Konráð Lúðvíksson og Þóra Þórðardóttir en nýir varamenn voru kjörnir þeir Gísli Tryggvason og Sigurbjörn Einarsson. Áfram sitja í stjórn félagsins þau Guðríður Helgadóttir, Eggert Aðalsteinsson og Kristján Friðbertsson.

Nýr formaður félagsins, Lárus Sigurður starfar sem lögmaður alla jafna. Hann er einnig formaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna og hefur sinnt ýmsum félags- og
trúnaðarstörfum í gegnum tíðina. Hann er giftur Sævari Þór Jónssyni, lögmanni og MBA, og saman eiga þeir einn son.

Garðyrkjufélag Íslands er eitt af elstu félagasamtökum landsins, stofnað árið 1885. Félagið hefur starfað óslitið í 136 ár og á þeim tíma staðið fyrir öflugri fræðslu- og útgáfustarfsemi, þ.m.t. útgáfu Garðyrkjuritsins. Félagið starfrækir bæði bóksölu og bókasafn, sem geymir fjölda bóka sem margar hverjar eru ófáanlegar annars staðar. Þá rekur félagið einnig fræbanka sem aðgengilegur er á heimasíðu félagsins: https://gardurinn.is.

Garðyrkjufélagið þakkar fráfarandi formanni og stjórnarmönnum gott og farsælt starf og býður nýtt fólk velkomið til starfa.

Posted on

Sumarferð GÍ – 24.júlí 2021

Sumarferð Garðyrkjufélags Íslands 2021

 
(Skráning í gegnum hlekk neðst í textanum)
 
Hin árlega og sívinsæla sumarferð Garðyrkjufélags Íslands verður farin laugardaginn 24. júlí næstkomandi og verður að þessu sinni farið um Borgarfjörð.
 
Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 (Ármúlamegin) kl. 09:00 og ekið sem leið liggur í Borgarnes. Þar verður Skallagrímsgarður skoðaður og einn garður í einkaeign.
 
Komið verður við í gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei rétt ofan við Borgarnes þar sem er að finna mikið úrvalfjölærra plantna. Í Gleym-mér-ey tekur Sædís Guðlaugsdóttir, eigandi stöðvarinnar, á móti okkur og býður upp á kaffisopa.
 
Um hádegi verðum við komin á Fosshótel í Reykholti og snæðum samanstaðgóðan hádegisverð, kjötsúpu og kaffi á eftir. Eftir mat leiðir Guðlaugur Óskarsson, fyrrverandi skólastjóri, okkur í allan sannleika um sögu staðarins.
 
Frá Reykholti liggur leiðin til Hvanneyrar. Þar göngum við um staðinn undir leiðsögn Árna Snæbjörnssonar fyrrum kennara og leiðsögumanns okkar í ferðinni. Þeir sem vilja geta svo kíkt á Landbúnaðarsafnið og í Ullarselið.
 
Síðasti viðkomustaður er Ferjukot við Hvítá og þar er gaman að fara yfir gömlu Hvítárbrúna. Í Ferjukoti tekur Heba Magnúsdóttir á móti okkur og sýnir sinn fallegaheimilisgarð.
 
Heimkoma um kl. 19:00
 
Takmarkað sætaframboð.
 
Verð er 7.200 kr. á mann og greiðist fyrir brottför.
 
Innifalið rúta, hádegismatur og létt síðdegishressing
 
Skipulag og leiðsögn: Sigríður Héðinsdóttir og Árni Snæbjörnsson
 
Meðfylgjandi myndir eru úr sumarferð G.Í. árið 2019
 
Skráning í ferðina á hlekk hér að neðan: https://forms.gle/Ggo5XX13VQ9428oE7
 
Posted on

Lokað í júlí – „síðasti sjens“…

 

Við minnum á að skrifstofa félagsins er að vanda lokuð í Júlí. Hið sama á því við um vefverslunina, þ.m.t. fræbankann.

Ef þið eigið eftir að panta eitthvað sem vantar fyrir ágúst, eða eigið erindi við skrifstofuna, þá er um að gera að drífa í því núna. Jafnvel hægt að hafa augun opin hvort afsláttur verði af bókum núna í júní… 

 

Posted on

Matjurtagarðar á lausu í Gorvík

Garðyrkjufélagið sér um utanumhald og útleigu matjurtagarða Reykjavíkurborgar í Gorvík (Grafaravogi) og þegar þetta er ritað eru þó nokkrir garðar á lausu. Það er því tilvalið að stökkva til núna ef einhverjum vantar viðbótar ræktunarpláss, með útsýni yfir Geldinganesið, Úlfarsfell, Mosfell og á Esjuna. Nú þegar er búið að tæta og garðarnir tilbúnir til útleigu. Athygli er vakin á því að á staðnum er einnig smá leiksvæði fyrir börnin, ef þeim skyldi fara að leiðast ræktunarvinnan.

Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að leigja matjurtagarð á þessum frábæra útsýnisstað.