Posted on

Afhending kartöfluútsæðis

Við fáum útsæðið með vöruflutningafyrirtækinu föstudaginn 28. apríl, stefnt er á pökkun og merkingar á laugardeginum og svo verður afhendingardagur 1. maí í sal GÍ að Síðumúla 1. Þar verður opið frá 10:00 til 14:00 og er mælst til þess að fólk sæki útsæðið á þeim tíma, eða sendi einhvern fyrir sig.

Það virðist sem örfáir aukaskammtar berist af yrkjunum Helgu og Kónga bláum. Þeir sem misstu af frestinum eða langar í nokkrar aukakartöflur geta komið við í Síðumúlanum á mánudag. Verðið á aukaskömmtunum er sem fyrr: Helga á 500 og Kónga bláar á 600.