
Vefverslun fræbanka Garðyrkjufélgas Íslands er opinn frá og með 15. febrúar til 1. júní.
Til þess að kaupa fræ er farið í vefverslunina í valmyndinni hér að ofan.
Frænefnd G.Í.
Vefverslun fræbanka Garðyrkjufélgas Íslands er opinn frá og með 15. febrúar til 1. júní.
Til þess að kaupa fræ er farið í vefverslunina í valmyndinni hér að ofan.
Frænefnd G.Í.
Kæru félagar í Garðyrkjufélagi Íslands.
Aðalfundur GÍ verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi kl. 20 í sal félagsins í Síðumúla 1.
Dagskrá fundarins:
Í framboði til stjórnar félagsins eru eftirfarandi:
Þóra Þórðardóttir, býður sig fram til formanns
Aðrir sem bjóða sig fram í aðalstjórn eru:
Konráð Lúðvíksson
Sigurbjörn Einarsson
Hjördís Rögn Baldursdóttir
Vilhjálmur I. Sigurjónsson
Í varastjórn:
Eggert Aðalsteinsson
Kristján Friðbertsson
Guðríður Helgadóttir
kveðja, Stjórn GÍ
Til félaga í GÍ:
Skrifstofa Garðyrkjufélagsins verður lokuð frá og með föstudeginum 14. október.
Hægt er að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinn.is) og í síma tíma í síma 552 7721, kl. 13-15 á miðvikudögum (til að byrja með).
Fræbankinn er opinn og starfsemi klúbba og deilda helst óbreytt áfram.
Hvítlauk og lauk er verið að afhenda um þessar mundir til félaga á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar aðrar fréttir um slík. ATH: sækja þarf á skrifstofu félagsins á sérstaklega tilkynntum tímum til þess.
Gert er ráð fyrir að móttaka fræs fyrir fræbankann verði aðallega í gegnum póstþjónustu eins og verið hefur en ef um mikið magn er að ræða er rétt að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinnlis) og fá nánari leiðbeiningar. Vekjum einnig athygli á tengdri frétt og sniðmáti sem óskað er eftir að frægjafar noti: https://gardurinn.is/sofnum-ollu-fraei/
Sem fyrr stefnir félagið á að vera með fræðsluerindi á vefnum og eftir atvikum í sal félagsins og verður dagskrá þess auglýst nánar síðar, meðal annars á facebook síðu félagsins. Þegar þetta er ritað er næsta erindi netfundur á Zoom þriðjudagskvöldið 18.okt. Þar mun Rannveig Guðleifsdóttir fjalla um haustlauka. Einnig er viðburður á degi kartöflunnar, sjá hér: https://gardurinn.is/vikan-kartoflur-hvitlaukur-og-haustlaukar/
Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20, nánari dagskrá auglýst síðar.
Með félagskveðju
Stjórn GÍ
Haustið er aðal fræsöfnunartíminn fyrir flestar tegundir plantna. Þegar þetta er skrifað stendur einnig yfir sérstakt söfnunarátak á birkifræi. Við viljum hins vegar hvetja alla meðlimi Garðyrkjufélags Íslands til að vera dugleg að safna hinu ýmsa fræi. Sumt er sérlega gaman að rækta aftur en annað er tilvalið að senda inn í fræbanka félagsins. Tekið er við öllu fræi en lykilatriði að það sé þegar flokkað og hver poki/umslag vel merkt tegundinni sem um ræðir.
Algengast er að fræ sé sent til fræbankans með pósti, en í undantekningartilfellum er líka hægt að setja sig í samband við frænefnd (t.d. ef um mikið magn er að ræða) og mæla sér mót.
Hér fyrir neðan má sjá netfang fræbankans og dæmi um upplýsingar sem senda skal með fræinu. Henti það viðkomandi betur er einnig hægt að óska eftir eintaki af sniðmátinu á Excel formi.
Nóg að gera í þessari viku ! 🙂
Fyrir þau ykkar sem hafið pantað hvítlauk og ekki enn sótt, þá verður hægt að sækja pantanir í Síðumúla 1 milli kl. 16 og 18, þriðjudaginn 18. október og miðvikudaginn 19. október.
Svo bendum við á að Rannveig Guðleifsdóttir verður með áhugaverðan Zoom fyrirlestur um huggulega og áhugaverða haustlauka á netfundi Garðyrkjufélags Íslands næstkomandi þriðjudag 18. október kl. 20. Ekki missa af þessu litríka og hressandi erindi.
Hér fylgir hlekkur á fundinn:
https://us06web.zoom.us/j/88320033517?pwd=aDBYd0dwbUJrc2FjNGlHaEZMdjNKZz09
Einnig bendum við á dag kartöflunnar í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 22. október kl. 11-13 nánar um viðburðinn:
Kartafla er ekki það sama og kartafla! Á Íslandi eru ræktaðar bleikar, dökkrauðar, skærgular, fjólubláar, svartar og jafnvel doppóttar kartöflur. Sumar eru ljúffengar á meðan aðrar slá ekki í gegn hvað bragðgæði varðar en allar eiga það sameiginlegt að vera ræktaðar upp af kartöflufræjum.
Á fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október, bjóða Grasagarðurinn, áhugafólk um kartöfluræktun og Garðyrkjufélag Íslands til áhugaverðrar fræðslu um frækartöflur.
Áhugasömum býðst að koma og kynna sér þessa ótrúlega spennandi nýjung í íslenskri matjurtaræktun á milli kl. 11 og 13 þennan dag í garðskála Grasagarðsins.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!
Opinn félagsfundur hjá Garðyrkjufélagi Íslands í Síðumúla 1, miðvikudaginn 7. september kl. 20.
(ATH að skrifstofa verður lokuð mánudaginn 5.sept)
Tilgangur fundarins er ræða stöðu og framtíð félagsins og hvaða leiðir eru vænlegastar til að efla og styrkja starfsemina. Fundarstjóri verður Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ.
Dagskrá fundarins:
Boðið verður upp á kaffi og kex á fundinum.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Stjórn Garðyrkjufélags Íslands.
Sumarferð GÍ var farin um Suðurland þriðjudaginn 26. júlí síðastliðinn. Lagt var upp frá Reykjavík og var Guðríður Helgadóttir fararstjóri. Alls voru 72 félagar með í för.
Fyrsta heimsókn dagsins var í garð Péturs Reynissonar í Hveragerði. Garður hans er margverðlaunaður og skal engan undra, þar eru fjölmörg dvalarsvæði, hvert öðru fallegra og nostrað við hvert smáatriði. Þar er einnig að finna mikið úrval óvenjulegra plantna sem heilluðu GÍ félaga óspart.
Næst var stutt kaffipása í Garðyrkjuskólanum og svo var haldið sem leið lá upp á Skeið að Grænuhlíð þar sem þau Guðbjörg Jónsdóttir og Víkingur Birgisson hafa ræktað garðinn sinn undanfarin 20 ár. Þau tóku við óræktuðum móa og hafa ræktað upp fallegan skrúðgarð með næststærsta stöðuvatni Skeiðanna, að sögn Guðbjargar. Í tjörn þeirra er að finna ýmsar tegundir skrautfiska og var gaman að sjá sporðaköstin þegar Guðbjörg gaf fiskunum. Frumleg gróðurhús þeirra hjóna og hænsnaræktin vöktu einnig mikla ánægju gestanna.
Hádegisverður var snæddur í félagsheimilinu í Árnesi og var sérlega vel útilátinn og lystugur. Eftir hádegisverðinn var komið að óvissuheimsókn dagsins. Þá var farið í Ásaskóla í Gnúpverjahreppi, í skraut- og rósagarð hjónanna Katrínar Sigurðardóttur og Stefáns Guðmundssonar. Er óhætt að fullyrða að sú heimsókn hafi komið ferðafélögunum skemmtilega á óvart enda garðurinn óvenjulegur í alla staði.
Síðasta heimsókn dagsins var svo í Gróðrarstöðina Storð í Laugarási en þar tóku þau Vernharður Gunnarsson og Björg Árnadóttir, eigendur stöðvarinnar á móti gestum og buðu upp á kaffi og kleinur. Fjölmargir ferðafélaganna létu það eftir sér að fjárfesta í plöntum og var lest rútunnar fyllt af grænum dýrindum.
Veðrið lék við hópinn allan daginn, þrátt fyrir slæma veðurspá en það fór einmitt að hellirigna um leið og allir voru komnir upp í rútuna. Félagið þakkar öllum þeim sem tóku á móti GÍ félögum í sumarferðinni og ferðafélögunum fyrir ánægjulegan og fróðlegan dag.
Myndir úr ferðinni má sjá hér að neðan, en einnig voru þær settar inn á Facebook síðu félagsins og er þar hægt að merkja við sig og setja inn athugasemdir. https://www.facebook.com/gardurinn/posts/pfbid02qcp1dNxxfxzGALQ42Dpr2kvj9rhPNULB2KYwoU2sUmdHWkriZiVQhfsLtC37HBYMl
Skrifstofa félagsins, vefverslunin og fræbankinn eru öll í sumarfríi þar til miðvikudaginn 4.ágúst nk.
Nú styttist óðum í sumarferðina og ættu allir fullgildir félagar sem eru með rétt skráð netfang hjá okkur að hafa fengið póst með nánari upplýsingum í síðustu viku.
Svo er um að gera að njóta góðu daganna og ganga um hverfið sitt eða önnur svæði, dást að fallegum gróðri. Hér er t.d. fagurt gullregn í fullum blóma sem gladdi í nýlegum göngutúr um Vesturbæ Kópavogs.
Sumarferðin í ár verður farin á Suðurlandið þriðjudaginn 26.júlí. Að vanda verða fögur svæði og garðar heimsótt og fer rúta frá skrifstofu félagsins í Síðumúla. Nánari upplýsingar von bráðar.
Einnig minnum við á sumarlokun skrifstofu, fræbanka og vefverslunar en lokað er frá og með 1.júlí til 3. ágúst.