Posted on

Plöntuskiptadagur, vor 2023

Laugardaginn 3.júní kl. 12-15 ætlum við hjá Garðyrkjufélagi Íslands að halda okkar árlega plöntuskiptadag við Bókasafn Kópavogs. Bókasafnið er opið, næg bílastæði og kaffihús í grenndinni. Flestar plöntur hafa gott af því að vera skipt reglulega, stingum saman nefjum og deilum  okkar uppáhalds.

Bestu blómakveðjur frá GÍ