Posted on

Fréttir úr fræbanka

Gentiana chinensis - Kínavöndur

Kæru félagar

Fræbankinn verður lokaður frá 1.júní til 31. ágúst.

Við í frænefndinni treystum á ykkur, góðir félagar, að vera dugleg að safna fræi síðsumars og í haust.  Það er ekki hægt að taka út úr fræbankanum nema einhver leggi inn!!  Hafir þú ekki safnað fræi fyrr getum við fullvissað þig um að það er eitthvað sem allir eiga auðvelt með.  Það er skemmtilegt að hugsa til þess að fræ frá þér sé að blómstra í öðrum görðum.   
Það hafa margar tegundir klárast í fræbankanum og viljum við því ítreka hvatningu til ykkar félagsmanna að bregðast vel við og vera dugleg að senda okkur fræ í haust.