Posted on

Fréttir úr fræbanka

Gentiana chinensis - Kínavöndur

Kæru félagar

Fræbankinn verður lokaður frá 1.júní til 31. ágúst.

Við í frænefndinni treystum á ykkur, góðir félagar, að vera dugleg að safna fræi síðsumars og í haust.  Það er ekki hægt að taka út úr fræbankanum nema einhver leggi inn!!  Hafir þú ekki safnað fræi fyrr getum við fullvissað þig um að það er eitthvað sem allir eiga auðvelt með.  Það er skemmtilegt að hugsa til þess að fræ frá þér sé að blómstra í öðrum görðum.   
Það hafa margar tegundir klárast í fræbankanum og viljum við því ítreka hvatningu til ykkar félagsmanna að bregðast vel við og vera dugleg að senda okkur fræ í haust.

Posted on

Grenndargarðar eru lausir til umsóknar 

Garðyrkjufélagið býður matjurtagarða til útleigu í Gorvík í Grafarvogi og Smálöndum við Stekkjarbakka.
Upplagt tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti í matinn
Garðarnir í Gorvík eru plægðir árlega ef leigutakar vilja áður en þeim er úthlutað og þeir sem höfðu garð síðasta sumar hafa forgang.
Garðar við Stekkjarbakka eru ekki plægðir og býður upp á möguleika á að rækta fjölærar matjurtir.
Nokkrir garðar eru lausir til úthlutunar í garðlöndunum og verð fyrir 25m2 skika er 7.500,-

Almennar fyrirspurnir skal senda á gardurinn@gardurinn.is eða á tengilið fyrir hvort garðaland fyrir sig. 

Tengiliðir:
Gorvík Erna Rós, tölvupóstur: gorvik.grafarvogi@gmail.com , sími: 847-0543 
Smálönd Helga , tölvupóstur: helgahusfru@gmail.com, sími: 867 7820 

Posted on

Plöntuskiptadagur, vor 2023

Laugardaginn 3.júní kl. 12-15 ætlum við hjá Garðyrkjufélagi Íslands að halda okkar árlega plöntuskiptadag við Bókasafn Kópavogs. Bókasafnið er opið, næg bílastæði og kaffihús í grenndinni. Flestar plöntur hafa gott af því að vera skipt reglulega, stingum saman nefjum og deilum  okkar uppáhalds.

Bestu blómakveðjur frá GÍ

Posted on

Grænasta grasið (með Zoom-hlekk)

Viðburður í sal GÍ þriðjudaginn 16. maí kl. 20:00.
Bjarni Þór Hannesson grasagúrú og íþróttavallayfirborðstæknifræðingur mun fræða okkur í eitt skipti fyrir öll, hvernig við eigum að snúa okkur í því að ná grasflötinni fallegri og heilbrigðri. Þetta er spurning sem skýtur alltaf upp kollinum á hverju vori. Hvernig losnar maður við mosann? Á ég að kalka? Hver er besti áburðurinn?
Kaffi og kruðerí í boði, garðyrkjuspjall og bókasafnið opið.

Viðburðinum verður streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt
Vefslóð:

https://us06web.zoom.us/j/85990282550?pwd=K3Q5N0ROTTVjL3A0alNBWHdVaERSUT09
Meeting ID: 859 9028 2550
Passcode: 606283

Posted on

Afhending kartöfluútsæðis

Við fáum útsæðið með vöruflutningafyrirtækinu föstudaginn 28. apríl, stefnt er á pökkun og merkingar á laugardeginum og svo verður afhendingardagur 1. maí í sal GÍ að Síðumúla 1. Þar verður opið frá 10:00 til 14:00 og er mælst til þess að fólk sæki útsæðið á þeim tíma, eða sendi einhvern fyrir sig.

Það virðist sem örfáir aukaskammtar berist af yrkjunum Helgu og Kónga bláum. Þeir sem misstu af frestinum eða langar í nokkrar aukakartöflur geta komið við í Síðumúlanum á mánudag. Verðið á aukaskömmtunum er sem fyrr: Helga á 500 og Kónga bláar á 600.

Posted on

Þakkir fyrir aðalfund

Þakkir kæru félagar fyrir aðalfund félagsins í gærkvöldi. Það var létt yfir þeim er mættu og salurinn nánast fullur.

Til lukku og velkomin nýkjörnu félagar í stjórn, frænefnd og önnur störf.

Við þökkum Dillý og Pálma fyrir dásamlegan fyrirlestur og fallega sögu um blómaengið við heimili þeirra. Spennan magnaðist er tölvukerfið í Garðyrkjufélaginu sveik okkur og biðjumst við velvirðingar á þeim töfum sem urðu. Salurinn andvarpaði er myndirnar birtust loks af dásamlega blómaskreyttu engi í öllum regnbogans litum. Þau hjón eiga heiður skilinn að takast að framkalla þessa dýrð og deila þessu með okkur. 🌼🌺🌸

Posted on

Kartöfluútsæðið

Félagar í Garðyrkjufélaginu fengu tölvupóst s.l. sunnudag (16. apríl) með boði um að panta kartöfluútsæði. Fimm tegundir voru í boði en ekki mikið magn af öllum. Ekki stendur á viðbrögðum og er nú svo komið að einungis tvær tegundir eru enn eftir: Kónga-bláar og Helga. Látið ekki hjá líða að ná ykkur í úrvals kartöfluútsæði af því sem eftir er. Vakin er athygli á þvi að hægt er að panta fræ í leiðinni til að nýta ferðina 😉
<Vefverslun GÍ>

Uppfærsla 25. apríl 2023: Kartöfluútsæði er nú uppselt. Búast má við að það verði afgreitt strax eftir mánaðarmót en það verður tilkynnt til þeirra sem pöntuðu.

Posted on

Aðalfundur GÍ 2023 – með vefslóð á fundinn

Kæru félagar í Garðyrkjufélagi Íslands.

Aðalfundur GÍ verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl kl. 19:30 í sal félagsins í Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).
Að loknum aðalfundi flytja Sigurlaug Halldórsdóttir (Dillý) og Pálmi Gestsson erindi um blómaengi.
Sjá meðfylgjandi aðalfundarboð með upplýsingum um dagskrá aðalfundar, framboð til stjórnar og tillögur stjórnar GÍ að lagabreytingum. <Aðalfundarboð>

Athugið, fundinum verður streymt fyrir félaga sem ekki komast á staðinn en vilja fylgjast með.
Áætlað er að erindið um blómaengið hefjist kl. 20:45 en ef aðalfundur dregst á langinn gæti því seinkað.
Þótt fundurinn gangi greiðlega verður erindinu þó ekki flýtt. Þeir sem einungis vilja fylgjast með blómaenginu geta tengst laust fyrir kl. 20:45. Slóðin er:

„Join Zoom Meeting“
https://us06web.zoom.us/j/89486665655?pwd=MzNJZnF3aVVVTVlJbkhZckpHVENLZz09
Meeting ID: 894 8666 5655
Passcode: 143571
Kærar kveðjur, 
Stjórn GÍ

Posted on

Fræðandi Bokashi fyrirlestur

Kærar þakkir Björk Brynjarsdóttir fyrir frábæran og fræðandi fyrirlestur um Bokashi í gær. Skemmtilegar umræður mynduðust í þeim góða hópi sem mætti á staðinn. Einnig var spurningum frá þeim er heima sátu svarað jafnóðum og þær bárust.
Ljóst er að þetta er viðfangsefni sem við þurfum að skoða betur því á þessu ári munu nýjar reglur um urðun matvæla hafa áhrif á hverju heimili. Skoðið heimasíðu Melta (áður Bokashifélagið) á Fésbók. Þar getið þið skipst á skoðunum og lært af hvort öðru. Mestu máli skiptir að byrja, prófa sig svo áfram og gera þetta saman.

Posted on

Moltugerð og bokashi – ræktun heimavið

Fimmtudaginn 23. mars kl. 20 í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Björk Brynjarsdóttir frá MELTA (áður Bokashifélagið) mun leiða okkur í gegnum það hvernig við vinnum úr því gulli sem lífrænn afskurður úr eldhúsinu og afklippur úr garðinum er.
Brýn þörf er á fræðslu varðandi þetta efni því nú fara reglugerðir að herðast er varða urðun á lífrænum úrgangi frá heimilum.
Því ekki að nýta þetta beint í eigin ræktun? Hvort sem það er að grafa í jörðu eða nýta sem mold.

Streymt verður frá viðburðinum, slóðin sem verður virk laust fyrir kl. 20:00 er:

https://us06web.zoom.us/j/81918651806?pwd=QXNGU3UzM3NhZTBEVDlBSU5UQ2hHdz09

Meeting ID: 819 1865 1806
Passcode: 671813