Posted on

Frábær plöntuskiptadagur

Takk fyrir komuna og samveruna🌼🐝🌻 Vel heppnaður plöntuskiptadagur að baki við Bókasafn Kópavogs. Dyggir félagar mættu tímanlega, sumir til að skipta en aðrir til að gefa plöntur úr garðinum. Bæði inni og útiplöntur voru í boði og plöntuáhugafólk skemmti sér við að greina sjálfsánar plöntur og “óþekk” sáningareintök😁