Posted on

Garðaskoðun og sumarferð

GARÐAHEIMSÓKNIR OG SUMARFERÐ🌼😁☀️

Fyrstu garðaheimsóknir sumarsins verða í næstu viku, þriðjudaginn 4.júlí
Kl. 15 – 17: Ása og Egill opna garðinn sinn fyrir félögum GÍ að Þrastanesi 8, Garðabæ🙏🏻
Kl. 17 – 19: Gunnhildur og Árni taka á móti okkur að Kambsvegi 10, Reykjavík🙏🏻
Við þökkum þeim gestrisnina og vonum að fleiri opni garða sína í kjölfarið(hafið endilega samband við GÍ eða beint við @Hjördís Rögn á FB)

Takið svo 24.júlí frá fyrir sumarferðina okkar sem verður nánar auglýst fljótlega.