gard_felag

Gleðin sveif yfir vötnum 23. nóvember hjá Garðyrkjufélaginu.

Það ríkti mikil stemning á fjölskyldudegi  hjá Garðyrkjufélagi Íslands þegar félagsmenn og þeirra fjöldskyldur og gestir komu saman til búa til og eða lagfæra gamla jólakransa og skreytingar. Börnin sýndu hæfileika sína í listsköpun og sönnuðu að margur er knár þótt hann sé smár. Þetta var annað sinn sem Garðyrkjufélag Íslands bauð félagsmönnum og  fjölskyldum …

Gleðin sveif yfir vötnum 23. nóvember hjá Garðyrkjufélaginu. Lesa meira »

Viltu vera frægjafi Garðyrkjufélagsins

Frænefndin kallar eftir fræjum í Fræbanka félagsinsFræbanki Garðyrkjufélagsins gefur út frælista á hverju ári og í góðu árferði má finna á frælistanum fræ af hundruð tegundum og yrkjum plantna.Fræbankanum berst mikið magn fræja frá félagsmönnum GÍ og öðrum velunnurum sem er helsta uppistaða fræbankans. Allir geta orðið fræsafnarar og frægefendur en hafa þarf í huga …

Viltu vera frægjafi Garðyrkjufélagsins Lesa meira »

Grasrótin og Garðyrkjuritið

Það vill gleymast þegar fjallað er um kolefnasporið að sennilega eru heimagarðar landsmanna sá þáttur sem skilar hvað mestum ávinningi, ekki síður en skógrækt og landrækt. Grasrót garðyrkjunnar er í heimagörðum Íslendinga í öllum landshlutum enda nánast ekkert hús í landinu þar sem ekki er stunduð ræktun af einhverju tagi. Nægir í því sambandi að …

Grasrótin og Garðyrkjuritið Lesa meira »

Aldingarður æskunnar í Fjallabyggð

Aldingarður Æskunnar í Fjallabyggð var nýlega hleypt af stokkunum með gróðursetningu aldintrjáa við Trjálund norðan við bílaplanið Menntaskólans á Tröllaskaga. Ómar Valdimarsson formaður Garðyrkjufélags Íslands, Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri og Anna María Guðlaugsdóttir formaður Garyrkjufélags Tröllaskaga Norðurs voru viðstödd ásamt Gunnari Birgissyni bæjarstjóra Fjallabyggðar og aðstoðuðu starfsfólk leikskólans, nemendum, foreldrum og velunnurum verkefnisins …

Aldingarður æskunnar í Fjallabyggð Lesa meira »

Garðyrkjufélag Íslands heiðrar fjóra félaga á aðalfundi 15. maí 2019

Á AÐALFUNDI Garðyrkjufélags Íslands, sem haldinn var 15. maí 2019, voru fimm félagar sæmdir heiðursmerkjum fyrir mikið og gott starf að ræktunarmálum. Guðrún Agnarsdóttir Guðrún Agnarsdóttir læknir og fyrrverandi alþingismaður hefur verið ritstjóri Garðyrkjuritsins frá árinu 2012 og hefur sinnt því starfi af mikilli alúð og natni. Garðyrkjuritið er, eins og félagsmenn vita, ómissandi á …

Garðyrkjufélag Íslands heiðrar fjóra félaga á aðalfundi 15. maí 2019 Lesa meira »