Posted on

Ný stjórn kosin á aðalfundi

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands var haldinn 10. nóvember 2022. Á fundinum var auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kosinn nýr formaður og ný stjórn félagsins.

Þóra Þórðardóttir var kjörin formaður og ný í stjórn hlutu kosningu þau Hjördís Rögn Baldursdóttir, Vilhjálmur I. Sigurjónsson og Sigurbjörn Einarsson sem áður sat í varastjórn. Áfram situr í stjórn félagsins Konráð Lúðvíksson. Ekki þótti ástæða til að sleppa Guðríði Helgadóttur og Eggert Aðalsteinssyni alveg frá stjórnarstörfum og þau voru kjörin sem varamenn. Kristján Friðbertsson er áfram varamaður í stjórn. Ómar Valdimarsson hefur tekið að sér að ritstýra ársriti félagsins og tekur við því hlutverki af Björk Þorleifsdóttur og eru henni færðar þakkir fyrir ritstjórn síðustu ára. Skrifstofa félagsins er lokuð en minnum á símatíma á miðvikudögum milli kl. 13 – 15.

Aðalfundur GÍ 10.11.2022

Skýrsla formanns