Posted on

Sumarferð GÍ – 24.júlí 2021

Sumarferð Garðyrkjufélags Íslands 2021

 
(Skráning í gegnum hlekk neðst í textanum)
 
Hin árlega og sívinsæla sumarferð Garðyrkjufélags Íslands verður farin laugardaginn 24. júlí næstkomandi og verður að þessu sinni farið um Borgarfjörð.
 
Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 (Ármúlamegin) kl. 09:00 og ekið sem leið liggur í Borgarnes. Þar verður Skallagrímsgarður skoðaður og einn garður í einkaeign.
 
Komið verður við í gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei rétt ofan við Borgarnes þar sem er að finna mikið úrvalfjölærra plantna. Í Gleym-mér-ey tekur Sædís Guðlaugsdóttir, eigandi stöðvarinnar, á móti okkur og býður upp á kaffisopa.
 
Um hádegi verðum við komin á Fosshótel í Reykholti og snæðum samanstaðgóðan hádegisverð, kjötsúpu og kaffi á eftir. Eftir mat leiðir Guðlaugur Óskarsson, fyrrverandi skólastjóri, okkur í allan sannleika um sögu staðarins.
 
Frá Reykholti liggur leiðin til Hvanneyrar. Þar göngum við um staðinn undir leiðsögn Árna Snæbjörnssonar fyrrum kennara og leiðsögumanns okkar í ferðinni. Þeir sem vilja geta svo kíkt á Landbúnaðarsafnið og í Ullarselið.
 
Síðasti viðkomustaður er Ferjukot við Hvítá og þar er gaman að fara yfir gömlu Hvítárbrúna. Í Ferjukoti tekur Heba Magnúsdóttir á móti okkur og sýnir sinn fallegaheimilisgarð.
 
Heimkoma um kl. 19:00
 
Takmarkað sætaframboð.
 
Verð er 7.200 kr. á mann og greiðist fyrir brottför.
 
Innifalið rúta, hádegismatur og létt síðdegishressing
 
Skipulag og leiðsögn: Sigríður Héðinsdóttir og Árni Snæbjörnsson
 
Meðfylgjandi myndir eru úr sumarferð G.Í. árið 2019
 
Skráning í ferðina á hlekk hér að neðan: https://forms.gle/Ggo5XX13VQ9428oE7
 
Posted on

Lokað í júlí – „síðasti sjens“…

 

Við minnum á að skrifstofa félagsins er að vanda lokuð í Júlí. Hið sama á því við um vefverslunina, þ.m.t. fræbankann.

Ef þið eigið eftir að panta eitthvað sem vantar fyrir ágúst, eða eigið erindi við skrifstofuna, þá er um að gera að drífa í því núna. Jafnvel hægt að hafa augun opin hvort afsláttur verði af bókum núna í júní… 

 

Posted on

Matjurtagarðar á lausu í Gorvík

Garðyrkjufélagið sér um utanumhald og útleigu matjurtagarða Reykjavíkurborgar í Gorvík (Grafaravogi) og þegar þetta er ritað eru þó nokkrir garðar á lausu. Það er því tilvalið að stökkva til núna ef einhverjum vantar viðbótar ræktunarpláss, með útsýni yfir Geldinganesið, Úlfarsfell, Mosfell og á Esjuna. Nú þegar er búið að tæta og garðarnir tilbúnir til útleigu. Athygli er vakin á því að á staðnum er einnig smá leiksvæði fyrir börnin, ef þeim skyldi fara að leiðast ræktunarvinnan.

Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að leigja matjurtagarð á þessum frábæra útsýnisstað.

 

Posted on

Aðalfundur GÍ 26. apríl

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands 2021 verður haldinn  mánudaginn 26. apríl  næstkomandi í húsi félagsins að  Síðumúla 1 í Reykjavík. Að sjálfsögðu verður ávallt miðað við þær sóttvarnarreglur sem þá verða í gildi og er þetta því birt með fyrirvara um þær.

Fundurinn hefst kl. 19:30.
Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf; lagabreytingar; stefnumótun.

Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til  trúnaðarstarfa fyrir félagið á 
aðalfundinum eða fyrir hann.

Nánar auglýst síðar.
Stjórn GÍ

Posted on

Röð fræðslukvölda GÍ á netinu

Á næstu vikum gengst Garðyrkjufélagið fyrir röð opinna fræðslufunda um sitthvað sem huga þarf að í garðinum. Fróðasta fólk GÍ stýrir þessum fundum og verður til svara um hvaðeina sem upp kann að koma.

Þessir fundir verða um fjarfundabúnað (Zoom) og eru öllum opnir. Fyrir hvern fund birtir félagið slóðina inn á hvern fund á heimasíðu sinni (www.gardurinn.is) og Facebook-síðu félagsins (https://www.facebook.com/gardurinn). Þaðan verður einfalt og auðvelt að hefja þátttöku.

Öll fræðslukvöldin hefjast kl. 20 og standa í 30-45 mínútur.

 

Efni

Dags

Umsjón – málshefjandi

Sáning fjölæringa og sumarblóma

25/3

Guðríður Helgadóttir

Forræktun matjurta

29/3

Konráð Lúðvíksson

Trjá- og runnaklippingar

30/3

Ágústa Erlendsdóttir

Vetrarstiklingar

6/4

Eggert Aðalsteinsson

Umpottun pottaplantna

8/4

Guðríður Helgadóttir

Sáning runna- og trjáfræja

13/4

Sveinn Þorgrímsson

Íslenskar plöntur í heimagarðinn

4/5

Guðríður Helgadóttir

Pöddur (góðar og vondar) inni og úti

11/5

Bryndís Björk Reynisdóttir

Posted on

Afmælisleikur Garðyrkjufélagsins

Garðyrkjusamfélagið opnar faðminn

Garðyrkjufélag Íslands fagnar 136 ára afmæli á þessu ári en mörgu fleira má fagna á árinu. Nefna má að gróðrarstöðin Dilksnes í Hornafirði er 30 ára, Gleym-mér-ei í Borgarnesi 35 ára og Kjarr í Ölfusi 40 ára, svo einhver dæmi séu tekin.

Garðyrkjufélagið hefur því ákveðið að bjóða 136 nýja meðlimi velkomna með fríu árgjaldi fyrsta árið. Aðild felur m.a. í sér afslætti hjá ýmsum verslunum og heimsent eintak af hinu veglega ársriti félagsins. Einnig njóta félagar aðgengis að klúbbum og deildum GÍ auk viðburðum á borð við plöntuskiptadaga, garðagöngur og hópferðir innanlands sem utan. Undanfarin ár hefur einnig ýmislegt spennandi verið flutt inn í gegnum klúbba félagsins, sem fæst oft hvergi annars staðar og er einungis aðgengilegt meðlimum klúbbanna. Nánar hér á https://www.gardurinn.is

Þetta er þó bara byrjunin, því ýmsir vinir okkar úr garðyrkjusamfélaginu taka þátt í þessu með okkur og gefa stórkostlega vinninga. Hér er því blásið til leiks, þar sem 140 aðilar geta unnið sinn skerf af í kringum 300 vinningum. Nánar um það hér neðar.

 

Raunar bætir Súrkál fyrir Sælkera um betur og gefur meðlimum félagsins sérstakan 10% afslátt af námskeiðum út árið 2021, sem þakkir fyrir frábært samstarf. https://www.facebook.com/surkalfyrirsaelkera/

Auk þess munu nokkrar vinningsmyndir birtast í umfjöllun tímaritsins Sumarhúsið&Garðurinn síðar á árinu.

Leikurinn er einnig í samstarfi við tvo helstu Facebook hópa garðyrkju- og plöntuunnenda landsins:

Ræktaðu Garðinn Þinn í umsjá Vilmundar Hansen og
Stofublóm-inniblóm-pottablóm hópurinn í umsjá Hafsteins Hafliðasonar.

Garðyrkjusamfélagið er enda ekki síður á netinu en úti í náttúrunni.

Eins og öll samfélög, þá virkar garðyrkjusamfélagið auðvitað best þegar allir vinna saman og því gaman að geta aðeins minnt á það með þessum litla leik, ásamt því að tengja vonandi mikinn fjölda meðlima þess hvern við annan.

Hér fyrir neðan má sjá nánar um reglur leiksins og vinninga, ásamt frekari upplýsinga um alla þessa frábæru aðila sem leggja leiknum lið.

ATH: AÐ GEFNU TILEFNI:
Athugið að allar myndir af fólki eða dýrum í gróður-, garð- eða garðyrkjutengdum aðstæðum eru fullgildar í þessu samhengi 🙂 myndirnar mega vera eldgamlar eða glænýjar og jafnvel tilvalið að skella sér út í góða veðrið og taka nokkrar fallegar myndir snöggvast 🙂
Leyfilegt verður að pósta einnig fallegum myndum í sama þema, sem innihalda ekki fólk eða dýr, en líklegt er að þær myndir eigi á brattann að sækja á móti hinum myndunum og þurfi þá að vera þeim mun flottari til að eiga sjens. Undantekning:
Vinningar sem dregnir eru út af handahófi úr hópi allra mynda úr þessu þema, sem ekki hafa þegar hlotið vinning. 
 
Munið að einungis 1 mynd verður tekin gild frá hverjum aðila. Komi fyrir að fleiri myndir séu frá sama aðila, verður sú sem fyrst var sett inn tekin gild. Það er þó alveg leyfilegt að henda út mynd (delete comment) sem maður hefur sjálfur sett inn og setja nýtt myndakomment, ef maður rekst t.d. á mynd sem maður hefði frekar viljað nota.
 
ATH: Meginreglan er sú að vinningar eru ekki framseljanlegir eða skiptanlegir. Vinningshafar munu fá upplýsingar um hvar og hvenær er hægt að nálgast vinningana, en rétt að ítreka að plöntur frá gróðrarstöðvum eru ekki afgreiddar fyrr en í vor, öllum til heilla.
 

HVERNIG TEK ÉG ÞÁTT?
Þú þarft að hafa smellt LIKE á FB síðu Garðyrkjufélagsins: https://www.facebook.com/gardurinn
OG Þú þarft að vera meðlimur í amk annað hvort: Ræktaðu Garðinn Þinn eða Stofublóm-inniblóm-pottablóm hópurinn
OG Þú þarft að setja gróður- eða garðyrkjutengda mynd af þér eða þínum í athugasemd við leikinn á

FB síðu Garðyrkjufélagsins:
https://www.facebook.com/gardurinn/posts/3725052797529962

Ræktaðu Garðinn Þinn:
https://www.facebook.com/groups/61097954674/permalink/10159186575039675/

eða Stofublóm-inniblóm-pottablóm:
https://www.facebook.com/groups/stofublominniblompottablom/permalink/1851541401671736/

 

ATH: Myndum þarf að hafa verið póstað í síðasta lagi kl23:59 Sunnudaginn 21.mars 2021
ATH: einungis kommentaþræðir þessa leiks, póstaðir af Garðyrkjufélagi Íslands á einum af 3 ofangreindum stöðum verða notaðir til að velja vinningshafa. Deilingar á aðra staði eru að sjálfsögðu velkomnar, en passið að þráðurinn sem þið setjið myndina í sé á einum af 3 ofangreindum stöðum.
ATH: hver og einn má einungis setja inn 1 mynd og myndin verður að vera í eigu þess sem henni póstar eða með skýru leyfi frá eiganda til notkunar.
ATH: Garðyrkjufélagið og þeir sem gefa vinninga áskilja sér rétt til að nota vinningsmyndir í umfjöllun tengda þessum leik, en þó einungis þannig að skýrt komi fram hver tók myndina.

HVER VINNUR?
Öllum myndakommentum úr leikjaþráðunum á þessum 3 stöðum verður safnað saman og vinningshafar tilkynntir eigi síðar en Miðvikudaginn 24.mars 2021

Þær 10 myndir sem fá flest LIKE, fá vinning.
Aðrir 30 vinningshafar verða valdir útfrá því hverjum dómnefnd þykja skemmtilegustu eða flottustu myndirnar.
Til viðbótar verða 100 aðrir vinningshafar valdir af handahófi úr hópi þeirra sem ekki eru þegar skráðir meðlimir í Garðyrkjufélag Íslands.

VINNINGAR:

Þær 10 myndir sem fá flest „like“ í heildina fá einn af eftirtöldum vinningum (dregið hver fær hvað) og þeir aðilar sem ekki eru nú þegar meðlimir Garðyrkjufélagsins fá einnig aðild með fríu árgjaldi fyrsta árið.

2 fá:

  • súrkálspakka (3 krukkur í pakka) frá Súrkál fyrir Sælkera,
  • sett af 3 gróðurpokum í mismunandi stærðum frá Gróðurpokum,
  • fjölæra blómplöntu hjá Gleym-mér-ei, Borgarnesi,
  • pottaplöntu undir 1m að eigin vali hjá Sólskógum, Akureyri, úr þeirra eigin framleiðslu,
  • runna að eigin vali hjá Réttarhóli, Svalbarðsströnd,
  • reynitré að eigin vali (margar tegundir í boði) hjá Dilksnesi, Hornafirði
  • bókina Lauftré á Íslandi hjá Sumarhúsið og Garðurinn, Selfossi.
  • 20L kókosmold + Vaso Norma marglita pottar 3x 10cm og 3x 14cm hjá Innigörðum, Árbæ

2 fá:

  • súrkálspakka (3 krukkur í pakka) frá Súrkál fyrir Sælkera,
  • fjölæra blómplöntu hjá Gleym-mér-ei, Borgarnesi,
  • pottaplöntu undir 1m að eigin vali hjá Sólskógum, Akureyri, úr þeirra eigin framleiðslu,
  • runna að eigin vali hjá Réttarhóli, Svalbarðsströnd,
  • reynitré að eigin vali (margar tegundir í boði) hjá Dilksnesi, Hornafirði,
  • bókina Lauftré á Íslandi hjá Sumarhúsið og Garðurinn, Selfossi.
  • 20L kókosmold + Vaso Norma marglita pottar 3x 10cm og 3x 14cm hjá Innigörðum, Árbæ

6 fá:

  • vorlaukapakka hjá Litlu Garðbúðinni, Selfossi
  • fjölæra blómplöntu hjá Gleym-mér-ei, Borgarnesi,
  • pottaplöntu undir 1m að eigin vali hjá Sólskógum, Akureyri, úr þeirra eigin framleiðslu,
  • runna að eigin vali hjá Réttarhóli, Svalbarðsströnd
  • reynitré að eigin vali (margar tegundir í boði) hjá Dilksnesi, Hornafirði,
  • bókina Lauftré á Íslandi hjá Sumarhúsið og Garðurinn, Selfossi.
  • 20L kókosmold + Vaso Norma marglita pottar 3x 10cm og 3x 14cm hjá Innigörðum, Árbæ

 

30 skemmtilegustu eða fallegustu myndirnar af restinni:

5 fá:

  • rauðrifsplöntu hjá Mörk, Fossvogi,
  • vorlaukapakka hjá Litlu Garðbúðinni, Selfossi
  • bókina Aldingarðurinn hjá Sumarhúsið og Garðurinn, Selfossi.

5 fá:

  • ávaxtatré hjá ávaxtameistaranum Jóni Guðmunds, Akranesi,
  • vorlaukapakka hjá Litlu Garðbúðinni, Selfossi
  • bókina Aldingarðurinn hjá Sumarhúsið og Garðurinn, Selfossi.

5 fá:

  • sumarblóm í potti hjá Flóru, Hveragerði,
  • vorlaukapakka hjá Litlu Garðbúðinni, Selfossi
  • skrautrunna að eigin vali (í 2L potti) hjá Kjarr, Ölfusi.

5 fá:

  • skrautrunna að eigin vali (í 2L potti) hjá Kjarr, Ölfusi,
  • vorlaukapakka hjá Litlu Garðbúðinni, Selfossi.
  • rauðrifsplöntu hjá Mörk, Fossvogi,

10 fá:

  • runnaplöntu hjá Storð, Laugarási,
  • vorlaukapakka hjá Litlu Garðbúðinni, Selfossi,
  • rósaplöntu að eigin vali hjá Þöll, Hafnarfirði

Allir þeir sem verða fyrir valinu og eru ekki nú þegar meðlimir Garðyrkjufélagsins fá einnig aðild með frítt árgjald fyrsta árið.

100 verða svo valdir af handahófi úr hópi annarra þátttakenda og fá aðild og frítt árgjald í G.Í. fyrsta árið. 10 af þeim fá einnig berja- eða rósarunna hjá Heiðarblóma, Stokkseyri og 5 fá sumarblóm í potti hjá Flóru, Hveragerði,

Allir þátttakendur fá svo frítt fyrir fjölskylduna í Lystigarð Akureyrar eða Grasagarð Reykjavíkur, eftir því hvort hentar þeim betur.

Þátttaka er ekki heimil stjórn eða starfsfólki Garðyrkjufélags Íslands. Vinningar eru ekki framseljanlegir né skiptanlegir. Niðurstaða dómnefndar er endanleg.

 

 

 

Posted on

Komdu í forystusveit GÍ

Ágætu félagar í Garðyrkjufélagi Íslands,

Það líður að vori og þá verður haldinn aðalfundur Garðyrkjufélagsins, væntanlega um miðjan apríl.

Eins og nærri má geta þarf mörg handtökin til að félagið geti gegnt sínu hlutverki. Sem betur fer er það svo að jafnan eru margir fúsir til að hjálpa til við eitt og annað sem til fellur. Fyrir það þökkum við hjartanlega öllum þeim sem hafa lagt félaginu lið.

Tilefni þessa bréfs er í fyrsta lagi að færa ykkur þakkir – og svo að hvetja fleiri til að leggja hönd á plóg, til dæmis með því að gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins, klúbbum og nefndum.

Á aðalfundi í vor þarf að kjósa nýja stjórnarmenn, þar á meðal formann. Sá er nú situr þarf að draga sig í hlé af persónulegum ástæðum. Rekstur félagsins er kominn í þokkalegt form og fjölmargt skemmtilegt sem bíður nýrrar stjórnar að fást við.

Ef þú, eða einhver sem þú þekkir, hefur áhuga á að leggja félaginu lið með því að taka sæti í stjórn eða nefndum, þá biðjum við þig vinsamlegast að láta okkur vita hið allra fyrsta.

Hið sama gildir um landshlutadeildir og sérklúbba félagsins – Ávaxtaklúbbinn, Matjurtaklúbbinn, Sígræna klúbbinn, Sumarhúsaklúbbinn, Rósaklúbbinn, Blómaskreytingaklúbbinn – allir hafa gott af reglulegri endurnýjun. Fáeinir klúbbar og deildir hafa liðið fyrir það á undanförnum misserum að þar hefur ekki fengist fólk til forustu þótt eftirspurn eftir þjónustu og samstarfi fari stöðugt vaxandi.

Ég hvet ykkur því til að láta hendur standa fram úr ermum og gefið kost á ykkur til starfa í forustusveit Garðyrkjufélagsins!

Með gróðursælum félagskveðjum,

Ómar Valdimarsson

Formaður GÍ

Posted on

Valkvíði – Blóm vikunnar með Gurrý

Guðríður Helgadóttir

Valkvíði er hugarástand sem garðyrkjufólk um allan heim þekkir af eigin raun. Sumir eiga við þetta hugarástand að stríða allt árið um kring en aðrir fyllast valkvíða á ákveðnum árstímum. Janúar er einmitt dæmigerður valkvíðamánuður hjá þeim garðræktendum sem leggja stund á ræktun sumarblóma. Þetta kann að hljóma svolítið undarlega, sérstaklega þegar maður lítur út um gluggana heima hjá sér og sér snjóþekjuna yfir öllu, vindurinn gnauðar og skafrenningurinn læðir sér yfir landið. Þá þarf að hafa í huga að einbeittustu sumarblómaræktendur sjá ekki snjóinn og skafrenninginn í raun og veru, þeir hafa litskrúðug sumarblómabeð fyrir sínum hugskotssjónum, eru kannski langt komnir með að skipuleggja útlit beðanna, litasamsetningin er alveg að smella saman en tegundavalið er eftir. Þar komum við að valkvíðanum.

     Síðustu ár og áratugi hefur úrval af sumarblómategundum farið vaxandi. Notkun á sumarblómum hefur líka breyst mikið, áður fyrr lögðu menn meira upp úr hefðbundnum sumarblómabeðum en í dag er aukin áhersla á ræktun á þessum tegundum í ýmiss konar ílátum. Þetta hefur kallað á örlítið breyttar áherslur í sumarblómauppeldi, dæmigerðar beðplöntur eins og stjúpur, fjólur og morgunfrúr hafa dalað í vinsældum en pottaplöntur af ýmsum gerðum, svo sem hengitóbakshorn, snædrífa og brúðarstjarna aukið vinsældir sínar.

     Fjöldi litaafbrigða og yrkja með mismunandi vaxtarlag eru atriði sem eru kynbætendum sumarblóma augljóslega hugleikin. Ár hvert sjáum við nýjar gerðir af gömlu blómunum á markaði. Eitt árið kom fram nýr ljónsmunni sem var sérstaklega ætlaður í hengipotta enda var hann vaxinn eins og hengiplanta. Almennt eru ljónsmunnar annars teinréttir og geta orðið ansi hávaxnir. Fjólur eru annað dæmi um slíkar nýjungar í vaxtarlagi en hengifjólur voru ætlaðar í hvers manns pott fyrir örfáum árum. Þannig hafa kynbætendurnir komið fram með nýtt vaxtarlag á gömlum og þekktum tegundum til að svara aukinni eftirspurn eftir plöntum í ker og potta. Varðandi litina þá er allt undir í þeim efnum. Svartar stjúpur og fjólur voru ákaflega vinsælar eitt árið, KR-ingar keyptu þessar tegundir í miklu magni og gróðursettu með hvítum plöntum sömu tegunda, röðuðu þeim niður í huggulegar samsíða raðir og dáðust að merki íþróttafélagsins síns allt sumarið. Stundum hafa blóm í pastellitum verið ákaflega vinsæl og þá skiptir máli fyrir seljendur sumarblómafræja að hafa slík fræ á boðstólum, sumarblómaræktendur eru þrælar tískustrauma rétt eins og fatakaupendur á hverjum tíma.

     Þegar öllu er á botninn hvolft þá getur verið ansi erfitt að gera upp hug sinn gagnvart sumarblómunum. Hvar á maður að fá upplýsingar um það hvaða litir verði inni í sumar? Ekki vill maður eiga púkalegasta blómabeðið í bænum með liti sem voru kannski í tísku fyrir þremur árum og enginn meðvitaður sumarblómatískufrömuður lætur sjá í garðinum sínum. Svo er ekki eins og hægt sé að skipta um skoðun á miðri leið, það verður að sá til blómanna á réttum tíma svo þau blómstri nú einhvern tíma í sumar. Ætli miðilsfundir hjálpi?

Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ

(Áður birt í Morgunblaðinu árið 2008)