Posted on

Boðað til Aðalfundar

Kæru félagar í Garðyrkjufélagi Íslands.

Aðalfundur GÍ verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi kl. 20 í sal félagsins í Síðumúla 1.

Dagskrá fundarins:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Grasagarðurinn í Kew í London – Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur
  3. Önnur mál

Í framboði til stjórnar félagsins eru eftirfarandi:

Þóra Þórðardóttir, býður sig fram til formanns
Aðrir sem bjóða sig fram í aðalstjórn eru:
Konráð Lúðvíksson
Sigurbjörn Einarsson
Hjördís Rögn Baldursdóttir
Vilhjálmur I. Sigurjónsson

Í varastjórn:
Eggert Aðalsteinsson
Kristján Friðbertsson
Guðríður Helgadóttir

kveðja, Stjórn GÍ

Posted on

Aðalfundur, lokun skrifstofu, o.fl.

Til félaga í GÍ:

Skrifstofa Garðyrkjufélagsins verður lokuð frá og með föstudeginum 14. október. 

Hægt er að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinn.is) og í síma tíma í síma 552 7721, kl. 13-15 á miðvikudögum (til að byrja með). 

Fræbankinn er opinn og starfsemi klúbba og deilda helst óbreytt áfram.

Hvítlauk og lauk er verið að afhenda um þessar mundir til félaga á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar aðrar fréttir um slík. ATH: sækja þarf á skrifstofu félagsins á sérstaklega tilkynntum tímum til þess.

Gert er ráð fyrir að móttaka fræs fyrir fræbankann verði aðallega í gegnum póstþjónustu eins og verið hefur en ef um mikið magn er að ræða er rétt að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinnlis) og fá nánari leiðbeiningar.  Vekjum einnig athygli á tengdri frétt og sniðmáti sem óskað er eftir að frægjafar noti: https://gardurinn.is/sofnum-ollu-fraei/

Sem fyrr stefnir félagið á að vera með fræðsluerindi á vefnum og eftir atvikum í sal félagsins og verður dagskrá þess auglýst nánar síðar, meðal annars á facebook síðu félagsins. Þegar þetta er ritað er næsta erindi netfundur á Zoom þriðjudagskvöldið 18.okt. Þar mun Rannveig Guðleifsdóttir fjalla um haustlauka. Einnig er viðburður á degi kartöflunnar, sjá hér: https://gardurinn.is/vikan-kartoflur-hvitlaukur-og-haustlaukar/

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20, nánari dagskrá auglýst síðar.

Með félagskveðju

Stjórn GÍ

Posted on

Frestun aðalfundar og afsögn formanns

Formaður félagsins, Lárus Sigurðsson, sagði af sér á vordögum og hefur Guðríður Helgadóttir varaformaður tekið við formannskeflinu fram að næsta aðalfundi. Eru Lárusi þökkuð góð störf í þágu félagsins og honum óskað velfarnaðar á sinni vegferð.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi fram á haust, einkum og sér í lagi vegna þess að ekki hefur fundist nýtt formannsefni fyrir félagið. Eru áhugasamir félagsmenn eindregið hvattir til að bjóða sig fram til formennsku í félaginu.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofustjóra félagsins, Elínu Helgu Rink eða fulltrúa í stjórn félagsins.

F.h. stjórnar, Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ