Aðalfundur GÍ verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember næstkomandi kl. 20 í sal félagsins í Síðumúla 1.
Dagskrá fundarins:
Venjuleg aðalfundarstörf
Grasagarðurinn í Kew í London – Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur
Önnur mál
Í framboði til stjórnar félagsins eru eftirfarandi:
Þóra Þórðardóttir, býður sig fram til formanns Aðrir sem bjóða sig fram í aðalstjórn eru: Konráð Lúðvíksson Sigurbjörn Einarsson Hjördís Rögn Baldursdóttir Vilhjálmur I. Sigurjónsson
Í varastjórn: Eggert Aðalsteinsson Kristján Friðbertsson Guðríður Helgadóttir
Skrifstofa Garðyrkjufélagsins verður lokuð frá og með föstudeginum 14. október.
Hægt er að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinn.is) og í síma tíma í síma 552 7721, kl. 13-15 á miðvikudögum (til að byrja með).
Fræbankinn er opinn og starfsemi klúbba og deilda helst óbreytt áfram.
Hvítlauk og lauk er verið að afhenda um þessar mundir til félaga á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar aðrar fréttir um slík. ATH: sækja þarf á skrifstofu félagsins á sérstaklega tilkynntum tímum til þess.
Gert er ráð fyrir að móttaka fræs fyrir fræbankann verði aðallega í gegnum póstþjónustu eins og verið hefur en ef um mikið magn er að ræða er rétt að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinnlis) og fá nánari leiðbeiningar. Vekjum einnig athygli á tengdri frétt og sniðmáti sem óskað er eftir að frægjafar noti: https://gardurinn.is/sofnum-ollu-fraei/
Sem fyrr stefnir félagið á að vera með fræðsluerindi á vefnum og eftir atvikum í sal félagsins og verður dagskrá þess auglýst nánar síðar, meðal annars á facebook síðu félagsins. Þegar þetta er ritað er næsta erindi netfundur á Zoom þriðjudagskvöldið 18.okt. Þar mun Rannveig Guðleifsdóttir fjalla um haustlauka. Einnig er viðburður á degi kartöflunnar, sjá hér: https://gardurinn.is/vikan-kartoflur-hvitlaukur-og-haustlaukar/
Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20, nánari dagskrá auglýst síðar.
Formaður félagsins, Lárus Sigurðsson, sagði af sér á vordögum og hefur Guðríður Helgadóttir varaformaður tekið við formannskeflinu fram að næsta aðalfundi. Eru Lárusi þökkuð góð störf í þágu félagsins og honum óskað velfarnaðar á sinni vegferð.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi fram á haust, einkum og sér í lagi vegna þess að ekki hefur fundist nýtt formannsefni fyrir félagið. Eru áhugasamir félagsmenn eindregið hvattir til að bjóða sig fram til formennsku í félaginu. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofustjóra félagsins, Elínu Helgu Rink eða fulltrúa í stjórn félagsins.
F.h. stjórnar, Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ
Aðal- og fræðslufundur Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl 19:30 í Síðumúla 1.
Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihlé segir Rannveig Guðleifsdóttir frá afar athyglisverðri reynslu sinni í rósarækt og kynnir um leið vefsíðu sína Garðaflóru gardaflora.is sem gefur tilefni til að ræða hönnun á nýrri vefsíðu Rósaklúbbsins sjálfs sem kynnt verður síðar á fundinum.
Hulda Guðmundsdóttir mun svo kynna rósapöntunarlista ársins og sýna í myndum þær rósir sem verða í boði.
Pöntunarlisti og kynningarskjal með myndum hefur þegar verið sent klúbbfélögum í Rósaklúbbnum.
Á listanum eru plöntur bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir, Þar má finna rósir sem þegar hafa reynst vel en eru ekki almennt í sölu hér svo og nýjar og litið reyndar rósir en áhugaverðar – bæði fyrir skjólsæla heimagarða og sumarbústaðalönd. Á listanum er álitlegt úrval Austinrósa og klifurrósa sem spennandi er að reyna.
Allir eru velkomnir en aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum.