Posted on

GARÐASKOÐUN 2024🌱🌼🌳 

Laburnum alpinum - Fjallagullregn

Kæru félagar 

Nú fer að líða að því að fyrsta garðaskoðun sumarsins verði auglýst. Við stefnum á að vera með sem flestar skoðanir, okkur til yndisauka og erum við enn að taka á móti ábendingum🌸 (Hjördís Rögn viðburðarstjóri.) Verið vakandi fyrir pósti frá okkur með dagsetningum og tímum💌

Góða garðaskemmtun í sumar með GÍ☀️

Posted on

Sumarferðin 2024

Kæru félagar!

Sumarferð Garðyrkjufélagsins verður farin mánudaginn 15. júlí næstkomandi. Ferðinni verður heitið á Suðurland og nánari dagskrá verður auglýst síðar en að sjálfsögðu verður hún jafn glimrandi skemmtileg og spennandi og undanfarin ár. Guðríður Helgadóttir, formaður GÍ verður fararstjóri.

Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 9 og er áætluð heimkoma um kl. 17 sama dag. Verði er að vanda stillt í hóf og kosta herlegheitin kr. 8.500 á mann, innifalið í því er rúta, hádegisverður á Farmers Bistro á Flúðum (sjá nánar lýsingu hér fyrir neðan) og létt hressing á leiðinni.

Takmarkaður sætafjöldi er í boði (71 sæti í rútunni) og því gildir reglan að fyrstur kemur, fyrstur fær.

Að þessu sinni fer skráningin í ferðina eingöngu fram í vefverslun GÍ þar sem jafnframt er innheimt þátttökugjald. Vefslóðin er: Shop – Garðyrkjufélag Íslands (gardurinn.is).
Opnað verður fyrir skráningar laugardaginn 15. júní kl. 16:00. (ATHUGIÐ, ef pantað er fyrir tvo eða fleiri þátttakendur í einu þarf að setja magnið í vefversluninni jafnt og sætin sem óskað er eftir.)

Sælkerahlaðborð – kaffi & te innifalið
Innifalið í sælkerahlaðborði er sveppasúpa(laktósafrí og glúten laus)
með hvítum matarsveppum,kastaníusveppum og portobello sveppum.
Heimabakað hvítlauksbrauð, súrdeigsbrauð og byggbrauð. Papriku- og
chilli sulta, smjörsteikir sveppir með timian, papriku- og sveppa
tapenade, marenaðir sveppir, smjör, sveppasmjör og hvítlaukssmjör.

Posted on

Plöntuskiptadagur í Eyjafirði — frestað

Vegna veðurútlits verður áður auglýstum plöntuskiptadegi frestað fram í næstu viku!

Plöntuskiptadagurinn í Eyjafjarðardeild GÍ verður þriðjudaginn 11. júní kl. 17.00 í Lystigarðinum.
Komið endilega með plöntur til að gefa og/eða fáið gefins plöntur. Við hittumst við bogahúsið. Lystigarðurinn á Akureyri
Sesselja Ingólfsdóttir frá Fornhaga stjórnar plöntuskiptunum af sinni alkunnu visku á plöntunum.
Hlökkum til að hittast og eiga góða stund,

Stjórnin

Posted on

Plöntuskiptadagur að vori 2024

Viðburður: Plöntuskiptadagur að vori.
Staður: Við Bókasafn Kópavogs (á torginu milli safnanna)
Tími: Laugardagur 1. júní frá kl. 12:00 til 15:00

Það gleður okkur að tilkynna áframhaldandi samstarf við Bókasafn Kópavogs. Við munum endurtaka eftirminnilegan plöntuskiptidag á torginu milli safnanna laugardaginn 1.júní. Plöntur og tré, græðlingar og fræ, sáðplöntur og inniblóm, allt er þetta gjaldgengt til plöntuskipta. Einnig er í boði að skilja eftir gjafaplöntur fyrir þá sem eru að byrja í garðyrkjunni. Gott er að koma með eigin borð til öryggis.

Posted on

Lækningajurtir — og kynningarskjal

Angelica archangelica * - Ætihvönn *

Miðvikudaginn 15.maí 2024 kl. 20-22 í sal Garðyrkjufélagsins að Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).

Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins mun fræða okkur um tíu íslenskar lækningajurtir. Hvað þær gera, hvernig þær smakkast, hvar þær er að finna og hvernig hægt að nota þær. Góð og uppbyggjandi fræðsla fyrir sumarið☀️

Vefslóð á kynningarskjalið:
[Smellið hér til að sækja PowerPoint skjalið]

Posted on

Á næstunni …

Þúsund þakkir til Helgu Ögmundardóttir fyrir ótrúlega fræðandi og persónulegan fyrirlestur um moltugerð. Þetta var klárlega fyrir ,,lengra komna“ og við sátum gapandi í salnum yfir þeim upplýsingum sem hún deildi með okkur um örverur og sveppi. Yfir 50 manns hlustuðu þótt rúmlega helmingur kysi að sitja heima í stofu, tæknin er dásamleg☺️ Moltugerð er viðfangsefni sem þarf að fara vel yfir og endurtaka. Matjurtaklúbbur GÍ, Hvannir hyggst vera með sýnikennslu fyrir byrjendur(sem og lengra komna) á næstunni og fara yfir aðferðir og reglur í moltugerð. Fylgist vel með og haldið áfram að molta👌🏻
Það gleður okkur að tilkynna áframhaldandi samstarf við Bókasafn Kópavogs. Við munum endurtaka eftirminnilegan plöntuskiptidag á torginu milli safnanna laugardaginn 1.júní. Plöntur og tré, græðlingar og fræ, sáðplöntur og inniblóm, allt gjaldgengt til plöntuskipta. Einnig í boði að skilja eftir gjafaplöntur fyrir þá sem eru að byrja í garðyrkjunni🙏🏻 Gott er að koma með eigin borð til öryggis☺️

Posted on

Moltugerð – vefslóð á streymi

Hvað gerir þú við þitt GULL? 

Við minnum á viðburð okkar þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 en þá verður Helga Ögmundardóttir með fræðsluerindi um MOLTUGERÐ í sal GÍ að Síðumúla 1.
Þetta er brýnt málefni sem á erindi inn á öll heimili hvort sem þú ert að vinna og endurnýta matar- eða garðafganga/afklippur. 

Komið og kynnið ykkur málið. 

Góð molta er gulli betri👌🏻

Viðburðinum verður streymt og vefslóðin er:
https://us06web.zoom.us/j/85114753655?pwd=RXBHnCvLHm3V7OzbCuChL3yyJVYJP5.1

Meeting ID: 851 1475 3655
Passcode: 798783

Posted on

Kartöfluútsæði — allt er uppselt

Heil og sæl kæru félagar, nú er komið að því að panta kartöfluútsæði.

Útsæðið kemur að norðan og opnað verður  fyrir pantanir í vefverslun félagsins https://gardurinn.is/vefverslun/ kl. 20 í kvöld.

Opið verður fyrir pantanir í eina viku, dagana 16. – 23. apríl. 

Athugið að sumar tegundir eru í takmörkuðu magni og gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Útsæðinu er pakkað í 500 gr. poka og hver og einn getur pantað einn poka af hverri tegund. Sama verð er á öllum tegundum, 600 kr.

Tegundir og verð sem eru í boði þetta árið eru eftirfarandi:
•            Ben Lomond                        Ljósar, egglaga og góðar bökunarkartöflur.
•            Blálandsdrottningin         Hnöttóttar með djúp augu og ljóst mjölmikið kjöt.
•            Kóngabláar                         Bláar og fallegar.
•            Rauðar norskar                  Rauðar og bragðbóðar.
•            Rússneskar frá Síberíu    Hvítar og fallegar, hafa lengi verið ræktaðar í Eyjafirði.

Allar pantanir verður að sækja á skrifstofu félagsins, Síðumúla 1. Félagar fjarri höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að nýta sér ferðir vina og ættingja ef hægt er og því miður er ekki í boði að póstsenda útsæðið.  

Sendur verður póstur á félagsmenn hvaða daga verður hægt að sækja pantanir og einnig verður tilkynning á heimasíðunni, gardurinn.is.

Félagar sem hafa áhuga á að aðstoða við pökkun á útsæðinu eru hvattir til að senda póst á gardurinn@gardurinn.is, allar auka hendur vel þegnar. 

Pökkun og afgreiðsla er líkleg til að fara fram síðustu helgina í apríl.