Posted on

Plöntuskiptadagur að vori 2024

Viðburður: Plöntuskiptadagur að vori.
Staður: Við Bókasafn Kópavogs (á torginu milli safnanna)
Tími: Laugardagur 1. júní frá kl. 12:00 til 15:00

Það gleður okkur að tilkynna áframhaldandi samstarf við Bókasafn Kópavogs. Við munum endurtaka eftirminnilegan plöntuskiptidag á torginu milli safnanna laugardaginn 1.júní. Plöntur og tré, græðlingar og fræ, sáðplöntur og inniblóm, allt er þetta gjaldgengt til plöntuskipta. Einnig er í boði að skilja eftir gjafaplöntur fyrir þá sem eru að byrja í garðyrkjunni. Gott er að koma með eigin borð til öryggis.