Posted on

Vikan: Kartöflur, hvítlaukur og haustlaukar !

Nóg að gera í þessari viku ! 🙂

Fyrir þau ykkar sem hafið pantað hvítlauk og ekki enn sótt, þá verður hægt að sækja pantanir í Síðumúla 1 milli kl. 16 og 18, þriðjudaginn 18. október og miðvikudaginn 19. október.

Svo bendum við á að Rannveig Guðleifsdóttir verður með áhugaverðan Zoom fyrirlestur um huggulega og áhugaverða haustlauka á netfundi Garðyrkjufélags Íslands næstkomandi þriðjudag 18. október kl. 20. Ekki missa af þessu litríka og hressandi erindi.

Hér fylgir hlekkur á fundinn:

https://us06web.zoom.us/j/88320033517?pwd=aDBYd0dwbUJrc2FjNGlHaEZMdjNKZz09

Einnig bendum við á dag kartöflunnar í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 22. október kl. 11-13 nánar um viðburðinn:

Kartafla er ekki það sama og kartafla! Á Íslandi eru ræktaðar bleikar, dökkrauðar, skærgular, fjólubláar, svartar og jafnvel doppóttar kartöflur. Sumar eru ljúffengar á meðan aðrar slá ekki í gegn hvað bragðgæði varðar en allar eiga það sameiginlegt að vera ræktaðar upp af kartöflufræjum.

Á fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október, bjóða Grasagarðurinn, áhugafólk um kartöfluræktun og Garðyrkjufélag Íslands til áhugaverðrar fræðslu um frækartöflur.

Áhugasömum býðst að koma og kynna sér þessa ótrúlega spennandi nýjung í íslenskri matjurtaræktun á milli kl. 11 og 13 þennan dag í garðskála Grasagarðsins.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!