Garðyrkjufélagið getur hjálpað þér af stað.
Vertu velkomin/n á fræðslufund/námskeið Garðyrkjufélags Íslands í húsi félagsins að Síðumúla 1, Ármúlamegin, á miðvikudagskvöldið 24. júní kl. 20.
Fjallað verður um matjurtarækt í heimagörðum og þann þátt sem hver og einn getur tekið í að skapa betra loftslag og betra gróðurfar á Íslandi – og borða heimaræktað grænmeti.
Einstakt tækifæri til að læra rétt handtök við heimaræktun frá fagmanni.
Þeir sem vilja rækta – en eru hikandi – sérstaklega hvattir til að koma.
Farið verður yfir helstu atriði í matjurtarækt
- Val á fræi
- Sáning og uppeldi
- Undirbúningur beðs
- Sáning – útplöntun
- Áburðargjöf
- Skýling
- Vökvun
- Illgresishreinsun
- Meindýr
- Helstu tegundir plantna
- Ræktun í litlu rými
Matjurtaverkefnið er fyrsti hluti námskeiða- og fræðsluátaks sem Garðyrkjufélagið gengst fyrir í samvinnu við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Námskeiðið verður haldið á Akranesi á þriðjudagskvöldið 23. júní.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.