Posted on

Vikan: Kartöflur, hvítlaukur og haustlaukar !

Nóg að gera í þessari viku ! 🙂

Fyrir þau ykkar sem hafið pantað hvítlauk og ekki enn sótt, þá verður hægt að sækja pantanir í Síðumúla 1 milli kl. 16 og 18, þriðjudaginn 18. október og miðvikudaginn 19. október.

Svo bendum við á að Rannveig Guðleifsdóttir verður með áhugaverðan Zoom fyrirlestur um huggulega og áhugaverða haustlauka á netfundi Garðyrkjufélags Íslands næstkomandi þriðjudag 18. október kl. 20. Ekki missa af þessu litríka og hressandi erindi.

Hér fylgir hlekkur á fundinn:

https://us06web.zoom.us/j/88320033517?pwd=aDBYd0dwbUJrc2FjNGlHaEZMdjNKZz09

Einnig bendum við á dag kartöflunnar í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 22. október kl. 11-13 nánar um viðburðinn:

Kartafla er ekki það sama og kartafla! Á Íslandi eru ræktaðar bleikar, dökkrauðar, skærgular, fjólubláar, svartar og jafnvel doppóttar kartöflur. Sumar eru ljúffengar á meðan aðrar slá ekki í gegn hvað bragðgæði varðar en allar eiga það sameiginlegt að vera ræktaðar upp af kartöflufræjum.

Á fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október, bjóða Grasagarðurinn, áhugafólk um kartöfluræktun og Garðyrkjufélag Íslands til áhugaverðrar fræðslu um frækartöflur.

Áhugasömum býðst að koma og kynna sér þessa ótrúlega spennandi nýjung í íslenskri matjurtaræktun á milli kl. 11 og 13 þennan dag í garðskála Grasagarðsins.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

Posted on

Jarðgerð og trjáheilsa

Sorbus aucuparia - Ilmreynir

Tvö sérlega áhugaverð erindi eru í boði fyrir félaga í Garðyrkjufélaginu (raunar allir velkomnir) á næstu dögum. Fyrstur er Ingólfur Guðnason með erindi um Jarðgerð í Heimilisgarðinum, nokkuð sem við erum vonandi sem flest að stunda, en veitir auðvitað ekki af að fá smá upprifjun og læra eitthvað nýtt. Erindið fer fram á netinu með aðstoð Zoom mánudaginn 25.apríl kl 20-21.

Nánar um viðburðinn á facebook:

https://www.facebook.com/events/521408492938740/

Halldór Sverrisson grípur svo boltann á lofti síðar í vikunni og mætir í sal Garðyrkjufélagsins kl 20:00 fimmtudaginn 28. apríl. Þar mun hann fræða okkur um hin ýmsu mál er varða trjáheilsu. Stefnt er að því að senda erindið einnig út í beinu streymi um Zoom fyrir fjarstadda.

Zoom hlekk er að finna í viðburðarlýsingunni hér á vef félagsins, sem og í facebook viðburðarlýsingunni:

https://www.facebook.com/events/1306853649796210/

Posted on

19.apríl: Afríka

Kirstenbosch botanic garden

Vilmundur Hansen kemur í sal félagsins og fræðir okkur um ferð sína í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku. Það verður án efa litríkt og líflegt erindi sem höfðar til flestra, ef ekki allra 🙂

Athugið breyttan tíma frá því sem fyrst var auglýst.

Erindið hefst kl 20 í sal félagsins þriðjudagskvöldið 19.apríl og verður einnig sent út samhliða í gegnum Zoom. Í kringum upphafstíma erindisins mun eftirfarandi hlekkur virkjast og veita aðgang að hinu beina Zoom streymi: https://us06web.zoom.us/j/86256738975?pwd=K28xQzZ2VXgxejF0dUF4cmF0SlQ4UT09

Myndin sem fylgir er tekin af Molly Beauchemin.

Í næstu viku verður svo Ingólfur Guðnason með zoom-eingöngu erindi um jarðgerð í heimilisgarðinum, mánudaginn 25.apríl kl 20. 

https://us06web.zoom.us/j/82699077037?pwd=bm9KcGlqbXcwaVU0YjlUR1c1bVV3QT09

og Halldór Sverrisson með erindi um Trjáheilsu í sal félagsins, sem einnig er stefnt að að senda út gegnum zoom samtímis, fimmtudaginn 28.apríl kl 20.

https://us06web.zoom.us/j/89447229978?pwd=cW5FZ3JRajRTRTRWVG5rWnU1QVpZdz09

Posted on

Fræðslufundir hefjast á ný!

Nokkrir frábærir aðilar úr hópi félagsmanna G.Í. og annarra vildarvina ætla að halda fyrir okkur fræðsluerindi um hin ýmsu málefni.

Fyrirkomulagið verður að mestu hið sama og í fyrra:

Mán/Þri/Mið/Fim kvöld kl 20, lengd ca 40-60 mín

Til að byrja með verðum við einungis í fjarfundarkerfinu Zoom, en þegar nær dregur lokum mars mánaðar er stefnan að nokkur erindi verði haldin í sal félagsins og þá einnig send út yfir Zoom fyrir fjarstadda.

Sérstakur zoom hlekkur verður fyrir hvert erindi fyrir sig og verður sett inn á viðeigandi „Facebook viðburð“ á facebook síðu félagsins: www.facebook.com/gardurinn

Einnig verða hlekkirnir settir á viðburðartilkynningarnar á vef félagsins www.gardurinn.is

Nauðsynlegt er að hafa Zoom appið til staðar fyrirfram, en það er hægt að sækja á netinu frítt. Leyfistakmarkanir félagsins gefa okkur að hámarki kost á að hafa 100 gesti í einu. Það dugar oftast til, en þó hafa komið tilfelli þar sem færri komast að en vildu.

Ekki er gert ráð fyrir endurtekningum eða upptökum á erindum og því er rétt að minna fólk á að tengja sig inn stundvíslega til öryggis. Stefnt er að því að gera hvern fund virkann 5-10mínútum áður en hann hefst og er þá hægt að tengja sig inn.

Fyrstu 2 erindin eru á sitt hvoru tungumálinu:

Miðvikudagur 23.febrúar kl 20:00
Sáning og forræktun sumarblóma og matjurta
Guðríður Helgadóttir

Fimmtudagur 24.febrúar kl 20:00
Growing plants from seed in Iceland (á ensku)
Rannveig Guðleifsdóttir

Athugið að síðari fundurinn fer fram á ensku og er sérstaklega beint að þeim sem hafa íslensku ekki að móðurmáli og/eða treysta sér frekar til að fylgjast með á ensku.

Efnistök beggja verða þó um margt svipuð, en sá síðari leggur mögulega aðeins meiri áherslu á atriði sem koma þeim til góðs sem vanari eru ræktun erlendis, við aðrar aðstæður.

Endilega fylgist vel með á facebook síðu félagsins:

www.facebook.com/gardurinn

þar sem enn eru að bætast við erindi og ávallt er mögulegt að einhverjar dagsetningar geti breyst vegna forfalla.

Næstu 3 viðburðir eins og er:

Fim. 3. mars kl 20:00
Vetrarumhirða pottaplantna
Sigrún Eir

Mið 9.mars kl 20:00
Sveppir í garðinum
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

Fim 10.mars kl 20:00
Trjá- og runna klippingar
Ágústa Erlingsdóttir

Meðal þeirra sem eru síðar á dagskrá, má nefna Auði Ottesen, Sigurð Arnarson, Maja Siska, Fræmeistara og frænefnd Garðyrkjufélagsins, Svein Þorgrímsson, Vilmund Hansen, Konráð Lúðvíksson, Sigurð Guðmundsson o.fl.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla félaga til að nýta þessi tækifæri og njóta góðvildar, reynslu og þekkingu þessa góða fólks, sem við kunnum afar miklar þakkir fyrir.