Posted on

Plöntuskiptadagur síðsumars 2023

Laugardaginn 26. ágúst ætlum við hjá Garðyrkjufélagi Íslands að halda plöntuskiptadag við Bókasafn Kópavogs. Atburðurinn hefst kl. 12 og stendur allt fram til kl. 15 eða ögn skemur ef allt er upp gengið.
Bókasafnið er opið, næg bílastæði og kaffihús í grenndinni. Flestar plöntur hafa gott af því að vera skipt reglulega, stingum saman nefjum og deilum  okkar uppáhalds.

Bestu blómakveðjur frá GÍ