Nokkrir frábærir aðilar úr hópi félagsmanna G.Í. og annarra vildarvina ætla að halda fyrir okkur fræðsluerindi um hin ýmsu málefni.
Fyrirkomulagið verður að mestu hið sama og í fyrra:
Mán/Þri/Mið/Fim kvöld kl 20, lengd ca 40-60 mín
Til að byrja með verðum við einungis í fjarfundarkerfinu Zoom, en þegar nær dregur lokum mars mánaðar er stefnan að nokkur erindi verði haldin í sal félagsins og þá einnig send út yfir Zoom fyrir fjarstadda.
Sérstakur zoom hlekkur verður fyrir hvert erindi fyrir sig og verður sett inn á viðeigandi „Facebook viðburð“ á facebook síðu félagsins: www.facebook.com/gardurinn
Einnig verða hlekkirnir settir á viðburðartilkynningarnar á vef félagsins www.gardurinn.is
Nauðsynlegt er að hafa Zoom appið til staðar fyrirfram, en það er hægt að sækja á netinu frítt. Leyfistakmarkanir félagsins gefa okkur að hámarki kost á að hafa 100 gesti í einu. Það dugar oftast til, en þó hafa komið tilfelli þar sem færri komast að en vildu.
Ekki er gert ráð fyrir endurtekningum eða upptökum á erindum og því er rétt að minna fólk á að tengja sig inn stundvíslega til öryggis. Stefnt er að því að gera hvern fund virkann 5-10mínútum áður en hann hefst og er þá hægt að tengja sig inn.
Fyrstu 2 erindin eru á sitt hvoru tungumálinu:
Miðvikudagur 23.febrúar kl 20:00
Sáning og forræktun sumarblóma og matjurta
Guðríður Helgadóttir
Fimmtudagur 24.febrúar kl 20:00
Growing plants from seed in Iceland (á ensku)
Rannveig Guðleifsdóttir
Athugið að síðari fundurinn fer fram á ensku og er sérstaklega beint að þeim sem hafa íslensku ekki að móðurmáli og/eða treysta sér frekar til að fylgjast með á ensku.
Efnistök beggja verða þó um margt svipuð, en sá síðari leggur mögulega aðeins meiri áherslu á atriði sem koma þeim til góðs sem vanari eru ræktun erlendis, við aðrar aðstæður.
Endilega fylgist vel með á facebook síðu félagsins:
þar sem enn eru að bætast við erindi og ávallt er mögulegt að einhverjar dagsetningar geti breyst vegna forfalla.
Næstu 3 viðburðir eins og er:
Fim. 3. mars kl 20:00
Vetrarumhirða pottaplantna
Sigrún Eir
Mið 9.mars kl 20:00
Sveppir í garðinum
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Fim 10.mars kl 20:00
Trjá- og runna klippingar
Ágústa Erlingsdóttir
Meðal þeirra sem eru síðar á dagskrá, má nefna Auði Ottesen, Sigurð Arnarson, Maja Siska, Fræmeistara og frænefnd Garðyrkjufélagsins, Svein Þorgrímsson, Vilmund Hansen, Konráð Lúðvíksson, Sigurð Guðmundsson o.fl.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla félaga til að nýta þessi tækifæri og njóta góðvildar, reynslu og þekkingu þessa góða fólks, sem við kunnum afar miklar þakkir fyrir.