Posted on

Jólaskreytingar

Þriðjudaginn 25. nóvember kl. 17-19 í garðskála Grasagarðsins í Laugardal

Í aðdraganda aðventunnar halda garðyrkjufræðingar Grasagarðsins og meðlimir í Garðyrkjufélagi Íslands námskeið í garðskála Grasagarðsins um jólaskreytingar úr náttúrulegum efniviði.

Fáið góð ráð varðandi útfærslur á jólaskreytingum og leiðisskreytingum auk þess sem handtökin við kransagerð úr birki verða kennd.
Þátttakendur koma sjálfir með það efni sem þeir hyggjast nota, svo sem hringi, bönd, vír, sígrænt efni og annað skraut auk greina- og vírklippa en einnig verður lítil efnisveita á staðnum með öðru náttúrulegu efni, s.s. birki.
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn.

Með kærum kveðjum;
Garðyrkjufélagið og Grasagarðurinn

Posted on

Síðasti afgreiðsludagur hvítlauks

Eitthvað er enn ósótt af hvítlaukspöntunum. Opið verður fyrir afhendingu mánudaginn 13. okt. nk. frá 16:30-19:00 í húsnæði Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla). Við hvetjum fólk til að draga ekki lengur að sækja hvítlaukinn. Skrifstofa GÍ er opin á miðvikudögum frá 10-14.
Mögulegt er að senda þeim sem þess óska laukinn í pósti, en þá verður viðkomandi að greiða póstburðargjaldið.

Eitthvað er enn til af flestum tegundum og verður það selt í lausasölu á afgreiðslutímum.

Posted on

Afmælismálþing 2. október 2025

Garðyrkjufélag Íslands 140 ára
1885-2025

Afmælismálþingið er haldið í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík og hefst kl. 13.

13:00 – 13:10  Inngangur og afmælisþankar – Guðríður Helgadóttir, formaður GÍ

13:10 – 13:40  Lýðheilsa og gróður – Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsu hjá Landlæknisembættinu

13:40 – 14:20  Trjágróður í þéttbýli – Aaron Shearer, sérfræðingur hjá Landi og skógi

14:20 – 14:50  Merk tré – Auður Elva Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur

14:50 – 15:20  Kaffihlé

15:20 –  15:50  Sveitarfélag með grænum augum –  Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs

15:50 – 16:30  Making our communities greener and healthier with the 3+30+300 principle – Hvernig gerum við samfélagið okkar grænna og heilsusamlegra með 3-30-300 leiðinni – Dr. Cecil Konijnendijk, sérfræðingur í borgarskógrækt og grænum svæðum

16:30 – 17:00  Umræður

Fundarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson, Garðyrkjuskólanum á Reykjum

Málþingið fer fram á íslensku og ensku og er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Posted on

Viðburður: Haustlaukar!

Krókusar, vetrargosar, túlípanar og páskaliljur – gleðigjafar garðsins að vori! 

Komdu í leiðsögn með garðyrkjufræðingum Grasagarðsins þar sem fjölbreytt úrval haustlauka er skoðað. 

Fjallað verður um:
• Hvernig og hvenær á að gróðursetja haustlaukana
• Hversu djúpt þeir eiga að fara í jarðveginn
• Hvernig á að velja lauka sem henta vel saman í beð
• Ráðleggingar um litaval, blómgunartíma og samsetningu fyrir fallegt vor

Leiðsögnin hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa reynslu af garðyrkju.
Við byrjum við aðalinngang Grasagarðs Reykjavíkur kl. 11, laugardaginn 4. október.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin!

Posted on

Haustkransagerð

Langar þig að læra að gera fallegan haustkrans? Við ætlum að bjóða upp á kennslu í haustkransagerð
þriðjudaginn 30. september og hefst hún kl. 19 og stendur til kl. 21 – í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 (gengið inn frá Ármúla).
Verðið er 5000 kr og innifalið er grunnefni (basthringur, vírrúlla, pinnar og undirlag), gott vinnusvæði, kennsla (tveir blómaskreytar verða á staðnum), kaffi og kex eins og vanalega og góðri stemningu heitið🌸
Það eina sem þú þarft að gera er að kíkja í þitt nærumhverfi (eða sveit) og klippa niður efni til að binda í kransinn. Betra að sækja sér meira en minna. Við munum aðstoða með val á efni áður en vinnustofan á sér stað en gott dæmi er kransinn efst í auglýsingunni. Lyng, sölnuð blóm og greinar👌🏻 Erikur eru einnig sniðugar til að gefa meiri lit. Skráningar á heimasíðunni okkar undir vefverslun!

Svipmynd frá haustkransanámskeiðinu sem haldið var í október 2023.

Posted on

Kveðja frá Frænefnd

Kæru félagar, vonandi áttuð þið öll blómlegt og gott sumar.

Fræbanki Garðyrkufélagsins opnar aftur eftir sumarfrí 1. september n.k. og í tilefni af því langar okkur í frænefndinni að minna ykkur á að huga að fræsöfnun í ykkar nærumhverfi. Fræbankinn stendur og fellur með frægjöfum frá félögum. Án ykkar framlags væri enginn fræbanki.

Kær kveðja

Bergljót Kristinsdóttir
Kristín Hallgrímsdóttir
Sólveig Aðalsteinsdóttir

Posted on

Heilsubótar- og fræðslugöngur 12. ágúst

Kæru félagar;
Næstu heilsubótar- og fræðslugöngur í tilefni af 140 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands verða þann 12. ágúst.
Þær eru:

Akureyri Heiðrún Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur, leiðir göngu um matjurtagarða Akureyrar. Mæting er við Gömlu gróðrarstöðina á Akureyri kl. 17.

Borgarnes Sædís Guðlaugsdóttir, garðyrkjufræðingur, leiðir göngu um Skallagrímsgarð. Mæting er við bílastæðið við Skallagrímsgarð kl. 20.

Hver ganga tekur um það bil klukkustund og þær eru öllum opnar.
Kær kveðja, stjórn GÍ