Posted on

Aðalfundur, lokun skrifstofu, o.fl.

Til félaga í GÍ:

Skrifstofa Garðyrkjufélagsins verður lokuð frá og með föstudeginum 14. október. 

Hægt er að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinn.is) og í síma tíma í síma 552 7721, kl. 13-15 á miðvikudögum (til að byrja með). 

Fræbankinn er opinn og starfsemi klúbba og deilda helst óbreytt áfram.

Hvítlauk og lauk er verið að afhenda um þessar mundir til félaga á höfuðborgarsvæðinu, sjá nánar aðrar fréttir um slík. ATH: sækja þarf á skrifstofu félagsins á sérstaklega tilkynntum tímum til þess.

Gert er ráð fyrir að móttaka fræs fyrir fræbankann verði aðallega í gegnum póstþjónustu eins og verið hefur en ef um mikið magn er að ræða er rétt að hafa samband við félagið með tölvupósti (gardurinn@gardurinnlis) og fá nánari leiðbeiningar.  Vekjum einnig athygli á tengdri frétt og sniðmáti sem óskað er eftir að frægjafar noti: https://gardurinn.is/sofnum-ollu-fraei/

Sem fyrr stefnir félagið á að vera með fræðsluerindi á vefnum og eftir atvikum í sal félagsins og verður dagskrá þess auglýst nánar síðar, meðal annars á facebook síðu félagsins. Þegar þetta er ritað er næsta erindi netfundur á Zoom þriðjudagskvöldið 18.okt. Þar mun Rannveig Guðleifsdóttir fjalla um haustlauka. Einnig er viðburður á degi kartöflunnar, sjá hér: https://gardurinn.is/vikan-kartoflur-hvitlaukur-og-haustlaukar/

Aðalfundur Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20, nánari dagskrá auglýst síðar.

Með félagskveðju

Stjórn GÍ