Aquilegia coerulea ‘Crimson Star’ – Indíánavatnsberi ‘Crimson Star’
250kr.
Fjölær. Hæð 60-80 cm. Blómgun frá lok júní og fram í ágúst. Blóm tvílit rauð og hvít, langir sporar. Þrífst best í vel framræstri léttri rakaheldinni garðamold í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 20° C. Fræ spírar yfirleitt nokkuð fljótt en getur tekið nokkra mánuði. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir.