Aquilegia coerulea var ochroleuca – Indíánavatnsberi

250kr.

Fjölær. Hæð 60-80 cm. Uppréttir blómstönglar og fínleg laufblöð. Stór hvít blóm með langa beina spora. Þarf uppbindingu. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Fræi sáð við 20° C. Spírar á 2-4 vikum. Vatnsberar eru almennt harðgerðir og blómviljugir en blómstra ekki á fyrsta ári. Vatnsberi/Sporasóley frjóvgast með opinni frjóvgun og getur því víxlfrjóvgast við aðrar vatnsberategundir.

Fræ af yrkjum er yfirleitt ekki einsleitt. Það getur blandast milli yrkja og jafnvel milli tegunda sömu ættkvíslar. Þetta á t.d. við um vatnsbera, blágresi, ávaxtayrki, yrki af japanshlyn, rósir og aðrar mikið kynbættar plöntur."

Vinsamlegast athugið að ef pöntun er undir kr. 3000 þá leggst 700 kr. umsýslugjald á pöntun sem inniheldur fræ. Hins vegar er sendingargjald á fræi ávallt innifalið í verðinu.

Vörunúmer (SKU): FRÆ 0453 Flokkar: , , Tags: ,