Opinn félagsfundur hjá Garðyrkjufélagi Íslands í Síðumúla 1, miðvikudaginn 7. september kl. 20.
(ATH að skrifstofa verður lokuð mánudaginn 5.sept)
Tilgangur fundarins er ræða stöðu og framtíð félagsins og hvaða leiðir eru vænlegastar til að efla og styrkja starfsemina. Fundarstjóri verður Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ.
Dagskrá fundarins:
- Staða félagsins, núverandi starfsemi, helstu verkefni og staða húsnæðismála. Þóra Þórðardóttir meðstjórnandi.
- Niðurstöður skoðanakönnunar – örstutt kynning. Kristján Friðbertsson, meðstjórnandi.
- Salur félagsins, viðhald og rekstur. Agnes Karen Ástþórsdóttir, rekstraraðili salarins.
- Umræður
- Samantekt og fundarlok – Guðríður Helgadóttir
Boðið verður upp á kaffi og kex á fundinum.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Stjórn Garðyrkjufélags Íslands.