Posted on

Öllum námskeiðum og fræðslufundum frestað

Í ljósi þeirra aðstæðna sem hafa skapast í samfélaginu af völdum COVID-19 veirunnar hefur stjórn Garðyrkjufélags Íslands ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem vera átti 20. apríl 2020 um óákveðinn tíma.

    Sömuleiðis er öllum öðrum viðburðum á vegum félagsins, s.s. námskeiðum og fræðslufundum, frestað þar til betur horfir í samfélaginu.

    Við minnum þó á að vorið er skammt undan og því fer að styttast í að tímabært sé að ráðast í vorverkin í garðinum. Þeir sem forrækta blóm og aðrar plöntur eru væntanlega vel á veg komnir. Hinir, sem loks hafa tíma til að huga að ræktun, ættu að líta á nýjan frælista félagsins eða ná sér í fræ í garðyrkjuverslunum.

    Góða skemmtun – og góða uppskeru!