Posted on

Jarðgerð og trjáheilsa

Sorbus aucuparia - Ilmreynir

Tvö sérlega áhugaverð erindi eru í boði fyrir félaga í Garðyrkjufélaginu (raunar allir velkomnir) á næstu dögum. Fyrstur er Ingólfur Guðnason með erindi um Jarðgerð í Heimilisgarðinum, nokkuð sem við erum vonandi sem flest að stunda, en veitir auðvitað ekki af að fá smá upprifjun og læra eitthvað nýtt. Erindið fer fram á netinu með aðstoð Zoom mánudaginn 25.apríl kl 20-21.

Nánar um viðburðinn á facebook:

https://www.facebook.com/events/521408492938740/

Halldór Sverrisson grípur svo boltann á lofti síðar í vikunni og mætir í sal Garðyrkjufélagsins kl 20:00 fimmtudaginn 28. apríl. Þar mun hann fræða okkur um hin ýmsu mál er varða trjáheilsu. Stefnt er að því að senda erindið einnig út í beinu streymi um Zoom fyrir fjarstadda.

Zoom hlekk er að finna í viðburðarlýsingunni hér á vef félagsins, sem og í facebook viðburðarlýsingunni:

https://www.facebook.com/events/1306853649796210/