Posted on

Grenndargarðar eru lausir til umsóknar 

Garðyrkjufélagið býður matjurtagarða til útleigu í Gorvík í Grafarvogi og Smálöndum við Stekkjarbakka.
Upplagt tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti í matinn
Garðarnir í Gorvík eru plægðir árlega ef leigutakar vilja áður en þeim er úthlutað og þeir sem höfðu garð síðasta sumar hafa forgang.
Garðar við Stekkjarbakka eru ekki plægðir og býður upp á möguleika á að rækta fjölærar matjurtir.
Nokkrir garðar eru lausir til úthlutunar í garðlöndunum og verð fyrir 25m2 skika er 7.500,-

Almennar fyrirspurnir skal senda á gardurinn@gardurinn.is eða á tengilið fyrir hvort garðaland fyrir sig. 

Tengiliðir:
Gorvík Erna Rós, tölvupóstur: gorvik.grafarvogi@gmail.com , sími: 847-0543 
Smálönd Helga , tölvupóstur: helgahusfru@gmail.com, sími: 867 7820