
Formaður félagsins, Lárus Sigurðsson, sagði af sér á vordögum og hefur Guðríður Helgadóttir varaformaður tekið við formannskeflinu fram að næsta aðalfundi. Eru Lárusi þökkuð góð störf í þágu félagsins og honum óskað velfarnaðar á sinni vegferð.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi fram á haust, einkum og sér í lagi vegna þess að ekki hefur fundist nýtt formannsefni fyrir félagið. Eru áhugasamir félagsmenn eindregið hvattir til að bjóða sig fram til formennsku í félaginu.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofustjóra félagsins, Elínu Helgu Rink eða fulltrúa í stjórn félagsins.
F.h. stjórnar, Guðríður Helgadóttir, starfandi formaður GÍ