Einar Þorleifsson minnti okkur á, í erindi sínu í sal Garðyrkjufélagsins, að sumir farfuglar koma hingað til okkar alla leið frá Afríku. Það er því tilvalið að við færum okkur frá fuglunum og yfir til Afríku áður en sumarið kemur.
Þriðjudag 19.apríl, kemur Vilmundur Hansen í heimsókn og ætlar að segja okkur frá heimsókn sinni í Kirstenbosch grasagarðinn í Suður Afríku.
Erindið fer fram í sal Garðyrkjufélags Íslands og verður því einnig streymt á netinu fyrir áhugasama. Notast verður við Zoom kerfið og rétt að taka fram að aðgangur félagsins leyfir einungis 100 gesti samtímis og erindið verður ekki endurtekið, né aðgengilegt eftir á. Það er því um að gera að mæta tímanlega hvort heldur sem er í salinn, eða á netinu.
Þess má til gamans geta að ný röð garðyrkjuþátta „Ræktum Garðinn“ hefur göngu sína í sjónvarpi Símans sumardaginn fyrsta. Þar sjáum við einmitt Vilmund á skjánum, ásamt Hafsteini Hafliðasyni. Vilmundur hjálpar okkur garðyrkjufólkinu því bæði að kveðja veturinn og taka á móti sumrinu.
Sumardaginn fyrsta er líka opið hús í Garðyrkjuskólanum að Reykjum, svo við bæði kveðjum veturinn og heilsum sumrinu með glæsibrag!
Viðburðarlýsinguna fyrir Vilmund í Afríku má finna hér: https://www.facebook.com/events/524121149223411