Ágætu félagar,
miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 19:30 verður haldinn félagsfundur í Garðyrkjufélagi Íslands að tilhlutan Hvanna, matjurtaklúbbs GÍ.
Efni fundarins er að blása til sóknar og freista þess að efla áhuga félagsmanna á hverskyns ræktun matjurta og öllu sem því tengist.
Regluleg starfsemi Hvanna innifelur meðal annars:
Umsjón grenndargarða á tveimur stöðum í Reykjavík
Öflun og miðlun vandaðs kartöfluútsæðis að vori
Öflun og miðlun vænlegra matlauka að hausti
Nú verður vilji félagsmanna kannaður til frekari starfsemi klúbbsins, og jafnframt hvaða fræðslu og leiðbeiningum fólk sækist eftir. Fundurinn er öllum opinn.
Kaffiveitingar.
Fundinum verður streymt, vefslóðin er:
https://us06web.zoom.us/j/9330799997?pwd=UmtscW9XWGk3a3BPNlJ3MkJPSmRydz09&omn=84510222989
(Meeting ID: 933 079 9997 Passcode: 551878.)