Posted on

Kæru frægefendur

Við þökkum kærlega þeim félögum í GÍ sem þegar hafa sent okkur fræ til útdeildingar. Ykkar framlag skiptir öllu máli, án ykkar er enginn fræbanki. 

Við viljum líka nýta tækifærið til að minna þá sem þegar hafa safnað fræi til að koma því til Garðyrkjufélagsins sem fyrst.

Þið sem ætlið að senda okkur fræ eruð beðin um að skrá nafn plöntunnar eins nákvæmt og þið getið, t.d. lit eða afbrigði.  Í frælista GÍ er búið að gefa plöntunum númer og það væri alveg toppurinn ef þið skráið þetta númer ef fræið ykkar er á skrá á listanum hjá okkur.

Nýr frælisti verður svo birtur á heimasíðunni í janúar-febrúar.

Frænefndin.