
Kæru félagar;
Næstu heilsubótar- og fræðslugöngur í tilefni af 140 ára afmæli Garðyrkjufélags Íslands verða þann 12. ágúst.
Þær eru:
Akureyri – Heiðrún Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur, leiðir göngu um matjurtagarða Akureyrar. Mæting er við Gömlu gróðrarstöðina á Akureyri kl. 17.
Borgarnes – Sædís Guðlaugsdóttir, garðyrkjufræðingur, leiðir göngu um Skallagrímsgarð. Mæting er við bílastæðið við Skallagrímsgarð kl. 20.
Hver ganga tekur um það bil klukkustund og þær eru öllum opnar.
Kær kveðja, stjórn GÍ